spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSean Strickland réðist á Dricus Du Plessis

Sean Strickland réðist á Dricus Du Plessis

Það ljóta atvik kom upp á UFC 296 að Sean Strickland réðist á Dricus Du Plessis þar sem þeir sátu saman við hringinn sem áhorfendur ásamt Gilbert Burns, Chuck Liddell og fl. Einhver orðaskipti voru á milli Dricus og Sean urðu til þess að Sean bað son Gilbert Burns góðfúslega um að færa sig, og þegar strákurinn hafði gert það, réðist Sean á Dricus. Sjá youtube hlekk að neðan.

Dricus og Sean Strickland höfðu áður verið saman á Seasonal Press Conference og rætt komandi ár hjá UFC. Sean og Dricus eiga að mætast á Toronto – Kanada kvöldinu 21.Jan og ræddu bardagann á blaðamannafundi um helgina. Sean virtist heilt yfir hress og skaut mikið að Dricus fyrir samskipti sín við þjálfarann sinn. Dricus lét ummælin ekki hafa áhrif á sig og svaraði strax fyrir sig og tókst að stuða Sean all mikið. Dricus fann veikan blett á Sean í gegnum ofbeldi sem að Sean þurfti að líða af hendi föður síns í æsku og sagðist Dricus sagðist ætla að berja Sean meira en pabbi hans gerði. Þetta fór verulega í taugarnar á Sean sem gerði enga tilraun til að fela pirringinn.  

Það kom svo seinna í ljós að það var Dana White sjálfur sem sá um að útdeila sætum á UFC 296 og gaf Dricus sæti fyrir aftan við Sean. Dana sagði eftir kvöldið að þetta hefði ekki átt að gerast og að það hafi verið mistök og kjánaskapur af hans hálfu að gefa þeim sæti svona nálagt hvor öðrum. Það er eðlilegt að gruna Dana White um græsku í þessum málum. Dana ræddi atvikið stuttu eftir að hafa viðurkennt að ummæli Colby Covington um föður Lean Edwards hafi aukið PPV söluna á UFC 296 um 25% samstundis. Það er eðlilegt að velta fyrir sér hvort að þetta atvik hafi verið til þess fallið að búa til fjölmiðlafár. 

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular