Sunday, April 28, 2024
HomeErlentUFC 296: Leon Edwards fór létt með Colby og Pantoja varði titilinn...

UFC 296: Leon Edwards fór létt með Colby og Pantoja varði titilinn (Skýrsla)

Síðsta UFC bardagakvöld ársins fór fram í gærkvöldi. Kvöldið beið upp á allskonar uppákomur sem rættist ekki úr en skemmtunin var vissulega til staðar alveg upp að aðalbardaga kvöldsins, sem var frekar tapur ef satt skal segja. En réttlætið steig niður fæti þar þegar Leon burstaði Colby Covington sem virstist ekki eiga heima í hringnum með Leon.

Josh Emmet vs. Bryce Mitchell var fyrsti aðalbardagi kvöldsins. Bryce Mitchell tók bardagann með mjög stuttum fyrirvara.

Josh Emmet rotaði Bryce Mitchell með öðru höggi bardagans! Holy Halalúlú Batman! Emmet er líklega höggþyngsti maðurinn í fjaðurvigtinni og skilur örugglega eftir sig varanlegt ör á sálinni hans Bryce Mitchell sem verður líklega aldrei sami maðurinn eftir þetta. Mitchell lág í flogakasti eftir höggið sem vann Performance of the night bonus fyrir Emmet. 

Tony Ferguson vs. Paddy Pimblett 

Tony Ferguson og Paddy Pimblett léku sér allar 15 mínúturnar sem voru í boði fyrir þá. Paddy átti mjög sannfærandi fyrstu og aðrar lotu en þegar leið á þá þriðju leit út fyrir á tankurinn og þolið væri búið og virtist sem Tony Ferguson myndi taka yfir bardagann. Tony slær Paddy í gólfið í eitt skipti en neitar að leggjast ofan í guardið hans Paddy og leyfir honum að standa upp. Paddy nær svo Tony niður í gólfið og tekst að liggja ofan á honum og sigla sigrinum heim án þess að reyna of mikið á sig. 

Tony Ferguson mætti með David Goggins í hornið sitt, enda hafði Tony æft með honum fyrir bardagann. Það virtist sem svo að það myndi byrja að borga sig í 3.lotu, enda virkaði Tony ekkert þreyttur og hefði líklega geta farið heilar 5 lotur án vandræða.  

Paddy sýndi nokkra flotta takta í bardaganum. Honum tókst ílla að finna Tony með höndunum í byrjun bardagans og skipti þá yfir í fótaspörk með góðum árangri. Tony lítur vel út í upphafi bardagans, en í síðari hluta fyrstu lotu ákveður Tony að fara alveg stál í stál við Paddy og skiptast á höggum í stuttri fjarlægð. Hann kemur verr út úr þeim skiptum og virtist það ætla að marka upphafið af endalokunum hans Tony. Paddy tók alveg yfir lotuna og var með virkilega mikla yfirburði í annarri lotu og tókst að halda Tony í gólfinu nær allan tímann. Eins og áður sagði, þá var tankurinn hans Paddy búinn í þriðju lotu, en Tony tókst ekki að gera sér mat úr því.  Niðurstaðan er einróma dómaraákvörðun 

Steven Thompsson vs. Shawkat Rakhmonov 

Fremur auðveldur dagur á skrifstofunni hjá Shawkat sem að sigraði Steven Thompson sanfærandi á sjálfstæðisdegi Kasakstana.

Bardaginn byrjaði hægt. Shawkat gerir vel í að loka fjarlægðinni og þrýsta Wonderboy upp við búrið, en upp að því hafði honum ekki tekist að finna yfirhöndina i bardaganum standandi á móti Steven Thompson. Þegar lítið er eftir af lotunni kemst Wonderboy inn i miðjan hring og lendir góðu sparki i skrokkinn á Shawkat. Shawkat er með gal opinn munninn undir lok lotunnar og leit út fyrir að þolið myndi kannski svíkja Shawkat seinna meir.

Thompson byrjar vel í annarri lotu. Bestu vopnin hans voru spark í skrokkinn með vinstri fæti og hægri cross sem counter högg. Shawkat nær Thompson niður og setur hann í “handjárn” og vinnur sig að rear naked choke. Thompson rétt lifir af en endar á að lenda undir með olnbogann hans Shawkat í hálsinum úr side control sem Shawkat færir svo yfir í halfguard. Shawkat heldur áfram að vinna í stöðunni sinni og endar á því að taka bakið hans Thompson og læsa inn rear naked choke aftur. Thompson tappar út með örfáar sekúndur eftir á klukkunni í annarri lotu. 

Alexandre Pantoja vs. Brendon Royval 

Alexandre Pantoja varði titilinn gegn sínum fyrsta áskoranda. Bardaginn fór fram í gólfinu nær allan tíma þar sem Pantoja a var með yfirhöndina allan tímann. Brandon Royval átti góðan möguleika allan bardagann, en tókst aldrei að ná- og halda yfirhöndinni til lengri tíma. Pantoja var einfaldlega tveimur númerum of stór í BJJ og átti Royval engin svör við honum í gólfinu. Royval lenti nokkrum góðum höggum standandi a Pantoja sem var byrjaður að fjara út undir lok þriðju lotu og virtist bardaginn alltaf vera á nippinu við að snúast við Royval í hag. En Pantoja sýndi afhverju hann er meistarinn, gróf djúpt og fann alltaf annað takedown til þess að halda bardaganum á þeim stað þar sem hann var betri aðilinn. Pantoja vann bardagan 50-45 samkvæmt 2/3 dómurum, sem segir ekki alla söguna og hversu vel Royval stóð sig. En sanngjarn sigur engu að síður.  

Colby Covington vs. Leon Edwards.  Þetta var þriðja tækifærið hans Colby til þess að vinna titilinn. Allt er þegar þrennt er, er það ekki? – Neibb!.

Hreint hrikalega ósannfærandi frammistaða hjá Colby Covington sem ætti bara að skammast sín. Eftir að hafa verið með algjöran skítakjaft og farið yfir öll velsæmismörk á blaðamannafundinum fyrir bardagann fylgir hann eftir með þetta vandræðalegri frammistöðu.  

Leon heldur hringnum vel í fyrstu þremur lotum bardagans og Colby býður ekki upp á neitt sem að veldur Leon áhyggjum. Leon var að pikka Colby í sundur og er varla byrjaður að svitna eftir þrjár lotur. Við fáum ekki að sjá neina almennilega glímutilburði frá Colby fyrr en í fjórðu lotu, en Leon á ekki miklum vandræðum með hann. Í fimmtu og śíðutu lotunni hrekkur Colby í gang, sem upp að því hafði verið skugginn af sjálfum sér. Colby nær Leon í gólifð og tekst að festa hann þar. Hann lendir ekki mikið af höggum en vinnur síðustu lotuna sannfærandi.  

Þegar síðasta flautan blæs stendur Colby upp og baðar út höndunum eins og hann hafi unnið bardagann, eða hafi átt einhvern séns. Sem var bara vandræðalegt ef satt skal segja. Niðurstaðan var einróma dómara ákvörðun til Leon sem vann bardagann 49-46 með öllum greiddum atkvæðum.

Lauk þar með siðasta UFC bardagakvöldi ársins sem var fær 4 / 5 stjörnur í einkunn.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular