Thursday, June 20, 2024
spot_img
HomeInnlentLuka með TKO sigur á FNC 

Luka með TKO sigur á FNC 

Luka Ceranja átti vægast sagt glæsilega frammistöðu þegar hann mætti Teufik Sehic á FNC bardagakvöldinu í kvöld. Luka stjórnaði hringnum allan tíman, virkað yfirvegaðari og tæknilegri allan tíman. Þegar 2. lota var við að hefast dró Teufik sig úr bardaganum – TKO sigur vegna retirement fór til Luka í bláa horninu.

Bardaginn fór hægt af stað. Báðir bardagamenn börðust í hefðbundinni stöðu. Sehic hreyfði sig mikið upp og niður og kýldi lítið. Luka var þolinmóður, stjórnaði hringnum vel og nær Sehic tvisvar sinnum með vel tímasettum uppercut með hægri og headkick með vinstri fæti í fyrri hluta lotunnar.

Sehic nær svo Luka með hægri yfirhandar í tvígang og þegar um tvær mínútur eru eftir reynir Sehic takedown en Luka verst vel og losar Sehic afsér, Sehic gerir vel að lenda spinning elbow þegar plássið byrjar að myndast milli þeirra.

Luka heldur áfram að halda pressunni á Sehic og er greinilegt að Sehic líður ekki vel standandi á móti Luka og er hálf smeikur við hann. Sehic skýtur aftur í takedown en Luka verst því auðveldlega með báða underhooks inni og svarar Sehic með höggum og lendir glæsilegu low kick í fremri fót Sehic. Rétt undir lok lotunnar ætlar Luka að láta hendurnar vaða frjálst en étur tvo hægri overhand frá Sehic. 

Luka er að undirbúa sig fyrir 2.lotu þegar Sehic tilkynnir að hann þurfi að draga sig úr bardaganum vegna axlameiðsla. Niðurstaðan er því TKO sigur eftir retirement.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular