spot_img
Saturday, February 22, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSean Strickland vill "boogyman" millivigtarinnar eftir bardagann við Dricus Du Plessis

Sean Strickland vill “boogyman” millivigtarinnar eftir bardagann við Dricus Du Plessis

Nú styttist í UFC 312 en aðalbardagi kvöldsins er titilbardagi í millivigt þar sem meistarinn Dricus Du Plessis berst við Sean Strickland en þeir hafa barist áður fyrir rétt um ári síðan þar sem Du Plessis sigraði með klofinni dómaraákvörðun sem var umdeild. Fyrir fyrri viðureign þeirra var Strickland millivigtarmeistarinn en hann sigraði, tók beltið af Israel Adesanya í september 2023 en náði ekki að verja beltið og tapaði því til Du Plessis. Strickland hefur ekki aðeins sett stefnu á að taka beltið af Du Plessis, sem flestum þætti nógu stór biti, heldur hefur Strickland kallað út hvaða bardaga hann vill fá eftir að hann hefur sigrað Du Plessis, en það er enginn annar en Khamzat Chimaev.

Fyrir þá sem ekki þekkja til Khamzat þá hefur hann verið hrellir sem allar þær deildir sem hann keppir í frá því að hann fyrst steig í búrið hjá UFC í júlí 2020. Khamzat var gríðarlega duglegur að berjast sína fyrstu mánuði hjá UFC en hann sigraði þrjá bardaga á yfir um tveggja mánaða tímabili þar sem fyrsti bardagi hans var 15. júlí 2020 og sá þriðji 19. september sama ár. Frá þeim tíma hefur Khamzat átt við ýmis heilsufarsvandamál sem hafa hægt á þeim spretti sem hann var á upp styrkleikalista UFC.

Khamzat hefur litið gríðarlega vel út í síðustu bardögum en í síðustu þremur bardögum sigraði hann Kevin Holland, sem berst við Gunnar Nelson á UFC í London í mars. Því næst sigraði hann Kamaru Usman í millivigt en Usman var yfirburðameistari í Weltervigtinni árum saman en hann tapaði beltinu til Leon Edwards árið 2022. Í síðasta bardaga sigraði Khamzat Robert Whittaker með uppgjafartaki sem beygði eða braut tennur í neðri góm Whittaker, sem sýnir þann óhugnanlega kraft sem búr í Khamzat.

Það er óvanalegt að bardagamenn kalli út þessa svokölluðu boogeymen þar sem yfirleitt er reynt að komast hjá því að þurfa að mæta þeim. Strickland er með verðugt verkefni fyrir framan sig hjá meistaranum Du Plessis og sennilega ætti Strickland að halda einbeitingunni á næsta mótherja sínum. Strickland var í samtali við MMA Junkie þar sem hann kallaði út Khamzat þar sem hann kallaði hann ýmsum nöfnum og sagði svo að allir sem berðust við hann fengju vel borgað. Strickland talaði um síðasta bardaga Khamzat og sagði að Whittaker hafi komið flatur í bardagann við Khamzat og að Whittaker væri óstabíll bardagamaður, stundum væri hann ofurstjarna í búrinu og stundum dós og að gegn Khamzat hafi hann verið dós. Getur Khamzat barist? Já, hann getur barist en hann er ekki karlmaður, ég veit að hann er ekki karlmaður, sagði Strickland svo.

Hér að neðan má sjá myndband af viðtali við Strickland en erfitt er að þýða eða hreinlega hafa eftir honum ummæli þar sem hann er orðljótur maður en sjón er sögu ríkari.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_imgspot_imgspot_imgspot_img

Mest Lesið