spot_img
Thursday, November 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentShavkat Rakhmonov vill Interim titil á UFC 310

Shavkat Rakhmonov vill Interim titil á UFC 310

Shavkat Rakhmonov er tilbúin til að berjast á UFC 310 sem haldið verður 7. desember næstkomandi. Shavkat var gestur hjá Ariel Helwani, the Ariel Helwani show þar sem hann segist trúa því að verðugur andstæðingur sé á lausu. Shavkat sagðist vera tilbúinn til að bjarga kvöldinu og berjast gegn Kamaru Usman um interim-titil í veltivigtinni.

Haft hefur verið eftir umboðsmanni Shavkat að UFC og hann séu í samtali um að finna nýjan andstæðing fyrir Shavkat á UFC 310. Belal hefur gefið lítið fyrir þessar hugmyndir Shavkat og segir að hann þurfi bara sex vikur til að jafna sig í tánni og því sé allt tal um Interim-belti ótímabært. Shavkat er ósammála og segir ljóst að Belal þurfi lengri tíma til að jafna sig að fullu og ef UFC gerir Interim belti þá verður bardaginn milli þeirra bara stærri þegar Belal hefur náð sér.

Eins og flestir vita þá er Kamaru Usman einn besti veltivigtarbardagamaður allra tíma. Hann var meistari í veltivigtinni frá 2. mars 2019 þar sem hann sigraði Tyron Woodley allt þar til hann tapaði fyrir Leon Edwards í ágúst 2022 en Usman hefur átt erfitt uppdráttar frá þeim tíma. Það er alveg hægt að taka undir með Shavkat að ef UFC hefði áhuga á því að gera Interim-belti þá væri Kamaru Usman verðugur andstæðingur í slíkum bardaga þó að það verði að teljast ólíklegt nema í ljós komi að Belal Muhammad verði frá í lengri tíma.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular