Í dag á fjórða degi Evrópmeistaramótsins í brasilísku jiu-jitsu kepptu tveir íslenskir unglingar. Í gærkvöldi bárust þær fréttir að Sigrún Helga hefði einnig sigrað opna flokkinn.
Eftir að hafa sigrað sína flokka skráðu þær Sunna Rannveig Davíðsdóttir, Sigrún Helga Lund og Ása Karen í opnu flokkana.
Sunna Rannveig sigraði flokk blábeltinga 30-35 ára -58,5 kg eins og við greindum frá í gær. Hún tók einnig þátt í opna flokkinum þar sem hún komst alla leið í úrslit. Í úrslitunum þurfti hún að lúta í lægra haldi gegn sterkum andstæðingi og má vel við una eftir glæsilegt mót. Ása Karen úr Fenri keppti einnig í opnum flokki blábeltinga og tók 3. sæti eins og við greindum frá í gær.
Sigrún Helga Lund sigraði flokk fjólublábeltinga 30-35 ára -74 kg og keppti einnig opna flokkinn. Í opnum flokki komst hún alla leið og varð þar með tvöfaldur Evrópumeistari. Frábær helgi hjá Sigrúnu en Sigrún er formaður BJJ Sambands Íslands.
Unglingarnir Árni Snær Fjalarson og Sigurður Örn Alfonsson, báðir úr Mjölni, kepptu í dag. Þeir töpuðu báðir sínum fyrstu glímum en þetta mót fer vafalaust beint í reynslubankann hjá þeim.
Á morgun fer fram keppni brúnbeltinga þar sem þeir Þráinn Kolbeinsson (Mjölnir), Axel Kristinsson (Mjölnir) og Ingþór Örn Valdimarsson (Fenrir) keppa.