spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSorgarsaga T.J. Grant

Sorgarsaga T.J. Grant

grant_tjÁrið 2013 var T. J. Grant (21-5-0) á toppnum í léttvigtardeild UFC. Hann var á fimm bardaga sigurgöngu og eftir að hafa sigrað Gray Maynard með rothöggi átti hann að mæta Benson Henderson um titilinn. Heilahristingur á æfingu breytti hins vegar öllu.

Er hann undirbjó sig fyrir sinn stærsta bardaga á ferlinum fékk hann heilahristing. Heilahristinginn fékk hann á jiu-jitsu æfingu í júlí 2013 og hefur hann ekki keppt síðan. Seinna tók UFC hann af styrkleikalistanum í léttvigtinni vegna vanvirkni en hann er enn skráður á UFC síðunni sem bardagakappi.

Grant segist nú vera loksins 100% heilsuhraustur aftur en er hikandi við að snúa aftur í keppni. Í hjarta sínu vill hann keppa en á sama tíma verður hann að vera skynsamur.

Nú hefur Grant hafið störf í fullri vinnu í námu í þeim tilgangi að geta borgað reikningana sína. Grant segist ekki útiloka það að snúa aftur í búrið en óttast áhættuna sem það felur í sér. Hann yrði án tekna í nokkra mánuði ef hann ætlaði að æfa á fullu fyrir bardaga. Hann er eðlilega smeykur við að slasast aftur og þá yrði hann mjög illa stæður fjárhagslega. Grant segir þetta vera þannig íþrótt að aðeins sé hægt að lifa af í stuttan tíma eftir að hafa slasast því íþróttin borgi ekki það vel.

Allan þennan tíma hefur Grant haldið sér vel við líkamlega. Hann hefur augljóslega ekki tekið neinar MMA lotur á æfingum en hefur gert þol- og styrktaræfingar.

Það yrðu sorgarfréttir ef Grant ákveður að snúa ekki aftur í búrið því hann var með þeim bestu í léttvigtardeildinni og spennandi bardagamaður. Hafi hann hefur sungið sitt síðasta er þó hægt að segja að hann hafi hætt á toppnum – nokkuð sem er ólíkt flestum öðrum bardagaköppum.

tjgrant
Grant með sigur á Matt Wiman.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular