spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSpá MMA Frétta fyrir UFC 219

Spá MMA Frétta fyrir UFC 219

UFC 219 fer fram í kvöld og ríkir mikil spenna fyrir bardagakvöldið. Líkt og fyrir öll stóru kvöldin birta pennar MMA Frétta sína spá fyrir kvöldið.

Titilbardagi í fjaðurvigt kvenna: Cris ‘Cyborg’ Justino gegn Holly Holm

Pétur Marinó Jónsson: Þetta er mjög áhugaverður bardagi tæknilega séð. Margar breytur sem munu koma þar við sögu sem gera þetta áhugavert. Holm er langbesti andstæðingur sem Cyborg hefur mætt á undanförnum árum og miklu betri en Lina Lansberg, Tonya Evinger og Leslie Smith. Hún er mun hreyfanlegri en fyrri andstæðingar Cyborg og það gæti verið erfitt fyrir Cyborg að ná að hitta í Holm. Cyborg er hins vegar stærri og betri glímukona og gæti ég alveg séð hana fyrir mér taka hana niður. Ég get líka alveg séð fyrir mér að Holm nái að halda Cyborg frá sér lengi vel og skora stig inn á milli. Mér finnst samt líklegra að Cyborg nái þessu á endanum niður í gólfið þar sem hún klárar bardagann með höggum. Ég held að þetta verði mjög jafn bardagi og sé alveg fyrir mér að Holm nái að vinna á stigum, jafnvel með einu hásparki. Nánast allir bardagar kvöldsins eru mjög jafnir að mínu mati og það er bara góð ávísun á góð matchup. Segi Cyborg með TKO í 3. eða 4. lotu eftir ground’n’pound.

Guttormur Árni Ársælsson: Holly Holm mun alltaf eiga stað í hjarta mínu fyrir að hafa lækkað rostann í Rondu Rousey. Henni hefur hins vegar ekki tekist að fylgja þeirri frammistöðu eftir og þessi ‘Ish!’ hljóð sem hún gerir stöðugt þegar hún kýlir og sparkar eru líka algjörlega óþolandi. Cyborg er óstöðvandi í þessum þyngdarflokki og rotar Holm í annarri eftir einhliða fyrstu lotu.

Óskar Örn Árnason: Það er spurning hvernig þetta mun spilast. Ef Cyborg nær að króa Holm af og koma inn fellum er hún með þetta í hendi sér. Ég held hins vegar að Holm muni ná að halda henni frá sér og útboxa hana á fimm lotum. Naut og nautabani, veðja á nautabanann. Holm sigrar á stigum.

Brynjar Hafsteins: Þetta gæti verið yndislegur bardagi en það er spurnig hvort Holm nái að halda fjarlægð og þá gæti hun sigrað en ég held að Cyborg nái að chlinca hana og taka niður og sigra í 3. lotu.

Cyborg: Pétur, Guttormur, Brynjar
Holly Holm: Óskar

Léttvigt: Khabib Nurmagomedov gegn Edson Barboza

Pétur Marinó Jónsson: Annar bardagi þar sem ég sé alveg fyrir mér báða vinna. Khabib er með óstöðvanlega glímu og getur tekið alla niður. Barboza þarf samt bara stuttan tíma standandi til að ná inn högginu, hann þarf ekki mikið. Hann er með svo svakalegan sprengikraft að það er bara nóg að gera eina sprengju og þá er sigurinn hans. Barboza á samt alltaf erfitt þegar hann er pressaður stíft og það mun Khabib gera. Ég segi að Khabib klári þetta með uppgjafartaki seint í bardaganum. Segi rear naked choke seint í 2. lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Khabib er minn maður og það er búið að vera ótrúlega frústrerandi að verða fyrir sífelldum vonbrigðum; annað hvort er hann meiddur eða búinn að borða of mikið af Tiramisu og nær ekki vigt! Ég held að hann hafi alla burði til að verða meistari ef hann helst heill (sem er stórt ef). Ég sé hann fyrir mér éta 1-2 spörk frá Barboza en annars taka hann niður að vild. Khabib eftir dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Það er ekkert erfitt að ímynda sér Barboza rota Rússann en ég held að það sé ólíklegt. Ég býst við klassískum Khabib bardaga, sem þýðir glíma, stjórnun og ground and pound. Barboza lifir af þrjár lotur og Khabib krefst þess að fá að berjast við Ferguson.

Brynjar Hafsteins: Khabib lætur Barboza því miður sleikja gólfið í þrjár lotur.

Khabib Nurmagomedov: Pétur, Guttormur, Óskar, Brynjar
Edson Barboza:

Embed from Getty Images

Léttvigt: Dan Hooker gegn Marc Diakiese

Pétur Marinó Jónsson: Gæti dottið báðu megin en ég er á Marc Diakiese hype lestinni. Hann tapaði síðast og lærði örugglega mikið af því. Ég segi að Diakiese taki þetta eftir dómaraákvörðun, jafnvel TKO seint í 3. lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Diakiese er svaka spennandi og ég held að hann sé of öflugur fyrir Hooker. KO eftir eitthvað flashy í fyrstu lotu.

Óskar Örn Árnason: Þessi ætti að verða fjörugur. Diakiese er spennandi gaur og Hooker ætti að verða gott próf fyrir hann. Ég ætla að veðja á eitthvað klikkað rothögg frá Diakiese í fyrstu lotu, booom!

Brynjar Hafsteins: Hookerinn kemur öllum að óvörum og stoppar hypetrainið Diakese í 2 lotu.

Dan Hooker: Brynjar
Marc Diakiese: Pétur, Guttormur, Óskar

Embed from Getty Images

Strávigt kvenna: Carla Esparza gegn Cynthia Calvillo

Pétur Marinó Jónsson: Enn einn jafni bardaginn sem gæti dottið báðu megin. Calvillo er sigurstranglegri hjá veðbönkum sem kemur smá á óvart. Ég held að Esparza sé betri glímumaður en Calvillo. Ef að Calvillo á að vinna þetta mun hún þurfa að halda þessu standandi að mínu mati og vinna á stigum. Hún er samt ekkert stórskotleg standandi en það er ekki Epsarza heldur. Ég sé það alveg gerast en mér finnst líklegra að Esparza tímasetji fellurnar vel og taki hana niður að minnsta kosti tvisvar í bardaganum. Calvillo er samt mjög góð að scrambla og gæti ég alveg séð hana ná bakinu á Esparza í einhverju scrambli. En ég ætla að segja að Esparza taki þetta á stigum.

Guttormur Árni Ársælsson: Calvillo hefur náð ótrúlega langt á skömmum tíma. Hún var gagnrýnd eftir frammistöðu sína gegn JoJo Calderwood í síðasta bardaga þrátt fyrir að hafa sigrað en ég held að þetta hafi verið eðlileg frammistaða gegn reyndari og þyngri andstæðing (JoJo var of þung á vigtinni). Ég er viss um að hún eigi framtíðina fyrir sér og pakki Esparza í gólfinu. Calvillo með rear naked choke í annarri lotu.

Óskar Örn Árnason: Þetta er skref upp á við fyrir Calvillo svo spurningin er hvort þetta sé of stórt skref. Esparza er fyrrverandi Invicta og UFC meistari með 17 bardaga á bakinu á móti sex frá Calvillo. Calvillo er ofar á styrkleikalistanum og verður sennilega talin líklegri af veðbönkunum en ég ætla að tippa á glímukennslu frá Esparza og sigur á stigum.

Brynjar Hafsteins: Veit bara ekki rassgat um Calvillo. Esparza vinnur..

Cynthia Calvillo: Guttormur
Carla Esparza: Pétur, Óskar, Brynjar

Veltivigt: Carlos Condit gegn Neil Magny

Pétur Marinó Jónsson: Aftur, mjög jafnt og veit ekki hvernig þetta á eftir að fara. Stóra spurningin er hvernig Condit kemur aftur til leiks eftir langa pásu. Yfirleitt þegar menn eru að hugsa um að hætta (eins og Condit) þá er hungrið á undanhaldi og bestu dagar þeirra taldir. Kannski var þessi pása samt bara það besta sem hann þufti og hann kemur ferskur til baka. Ég held ekki samt og Neil Magny tekur þetta á stigum í ágætis bardaga. En ef Condit er hungraður þá tekur hann eitthvað klikkað rothögg. Tippa samt á Magny.

Guttormur Árni Ársælsson: Condit var skrímsli þegar hann var upp á sitt besta en því miður finnst mér finnst allt benda til að hann sé búinn aðeins 33 ára, en maðurinn hefur auðvitað verið í ófáum stríðum. Ég sé fyrir mér að hann muni eiga í vandræðum með hinn langa Magny sem er með 13 cm lengri faðm. Magny eftir dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Endurkoma Carlos Condit. Hvaða útgáfu fáum við, það er svo erfitt að vita. Georges St. Pierre kom tvíefldur til baka en það er undantekningin frekar en reglan held ég. Að því sögðu held ég að Magny sé fullkominn andstæðingur fyrir Condit á þessari stundu. Þetta á eftir að verða ákveðin skák og ég held að Condit muni taka tvær af þremur lotum.

Brynjar Hafsteins: Condit er á seinustu metrunum með marga kílómetra á tankinum og Magny er á besta aldri fyrir íþróttamann. Mér finnst Condit betri á öllum sviðum fyrir utan kannski líkamlegum styrk. Condit vinnur með hjálpa dómaranna.

Carlos Condit: Óskar, Brynjar
Neil Magny: Pétur, Guttormur

spot_img
spot_img
spot_img
Previous article
Next article
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular