spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSpá MMA Frétta fyrir UFC 220

Spá MMA Frétta fyrir UFC 220

UFC 220 er í kvöld og ríkir ansi mikil spenna fyrir bardagakvöldinu. Eins og fyrir öll stóru kvöldin birta pennar MMA Frétta sína spá fyrir kvöldið.

Titilbardagi í þungavigt: Stipe Miocic gegn Francis Ngannou

Pétur Marinó Jónsson: Þetta er svo geggjaðslega spennandi bardagi! Elska þegar við fáum góða þungavigtarbardaga, það er eitthvað extra spennandi við það! Ég hef fílað Ngannou síðan ég sá hann fyrst gegn Luis Henrique í hans fyrsta bardaga í UFC. Hann innsiglaði sigur hjá mér í tippleik á þeim tíma og hefur hann alltaf átt sérstakan stað í hjarta mínu síðan þá! Það hefur verið fáranlega gaman að fylgjast með uppgangi hans í UFC. Flestir af þessum efnilegu í UFC hafa alltaf átt einn slappan bardaga og smá hægt á hype lestinni en sá bardagi hefur bara ekki komið ennþá hjá Ngannou. Hann bara rotar alla. Hann er líka skemmtileg týpa og langar mig svo mikið að honum gangi allt í haginn!

Ég hef alltaf vanmetið Stipe Miocic. Í öllum hans titilbardögum hef ég spáð gegn honum en ég ætla að breyta því núna. Ég held að Stipe eigi eftir að gera þetta taktískt og nota glímuna og fellurnar til að stjórna Ngannou til að byrja með. Ég held að Stipe eigi eftir að sýna að Ngannou er ennþá með holur í sínum leik (eðlilega enda maðurinn bara æft MMA í einhver fjögur ár). Mig langar rosalega að sjá Ngannou vinna en ég held að Stipe taki þetta. Stipe Miocic sigrar eftir tæknilegt rothögg í 3. lotu.

Óskar Örn Árnason: Eitt högg gæti auðvitað breytt öllu en ég held að Miocic taki þetta á reynslunni. Hann þreytir Ngannou með glímunni og nagar hann niður. Klárar svo með höggum í þriðju lotu….and STILL.

Guttormur Árni Ársælsson: Þungavigtartitillinn er heit kartafla og við munum sjá nýjan meistara í kvöld. Ngannou er hrár en hann er nógu mikið skrímsli til að rota meistarann. KO í fyrstu lotu.

Arnþór Daði Guðmundsson: Virkilega spennandi bardagi sem hristir aðeins upp í staðnaðri þungavigtinni. Mikill áhugi fyrir Ngannou og margir virðast gera ráð fyrir því að hann klári Miocic á nokkum mínútum. Miocic er hins vegar á mjög góðri sigurgöngu og það á aldrei að gefa sér neitt og í rauninni algjör þvæla að hann sé underdog á veðmálasíðum vestanhafs. Hins vegar þarf aðeins eitt högg á móti hverjum sem er í þungavigtinni svo að það er aldrei hægt að stóla á neitt. Ég held hins vegar að Miocic sé of sjóaður og getur alltaf gripið í glímuna á meðan að Ngannou er örlítið of blautur á bakvið eyrun ennþá. Miocic sigrar bardagann á stigum en Ngannou tekur seinni bardagann eftir nokkra mánuði.

Stipe Miocic: Pétur, Óskar, Arnþór
Francis Ngannou: Guttormur

Titilbardagi í léttþungavigt: Daniel Cormier gegn Volkan Oezdemir

Pétur Marinó Jónsson: Þetta verður áhugavert. Volkan er ennþá dálítið óskrifað blað enda höfum við bara séð hann í einhverjar 70 sekúndur í búrinu frá því hann vann OSP. Hann virðist geta rotað menn með stuttum en þungum höggum í clinchinu og það verður athyglisvert að sjá clinch baráttuna á milli þeirra í kvöld. DC er auðvitað miklu betri í clinchinu fullyrði ég en kannski nær Volkan að valda honum vandræðum með stuttum og þungum höggum. Við vitum heldur ekki hvernig hakan á Cormier er eftir rothöggið gegn Jones, verandi 38 ára gamall. Mér hefur fundist DC vera á niðurleið síðan í Gustafsson bardaganum en svo var hann geggjaður á móti Jones þar til hann var rotaður. Ég hef það smá á tilfinningunni að Volkan komi á óvart. Maður hefur samt séð svo lítið af Volkan að ég hef ekki það mikla trú á honum. Ég segi að DC taki hann bara í smá glímukennslu, brjóti hann niður hægt og rólega og nái svo rear naked choke í 3. lotu.

Óskar Örn Árnason: Spurningin í þessum bardaga er hvernig DC kemur til baka eftir slæmt rothögg, orðinn 38 ára gamall. Ég held að hann verði samur við sjálfan sig og taki Volkan í glímukennslu. Þetta verður svipað og fyrsti Anthony Johnson bardaginn, kannski fær hann á sig slæmt högg en á endanum sigrar DC með uppgjafartaki eða TKO í annarri.

Guttormur Árni Ársælsson: Ég skil ekki hvernig Oezdemir komst í titilbardaga eftir þrjá bardaga, þar af eina klofna dómaraákvörðun gegn OSP, en það sýnir manni kannski bara hvernig staðan á léttþungavigtinni er þessa dagana. Ég er mikill Cormier maður og held að hann eigi eftir að valta yfir Volkan. RNC í annarri lotu.

Arnþór Daði Guðmundsson: Hvar er hausinn á DC þessa dagana? Er hann búinn að sætta sig við að hans fortíð, nútíð og framtíð hvað varðar Jon Jones er ekki undir honum komin? Hættur að láta tapið í sumar angra sig eða situr það í honum, keppnismanninum sem hann er? Það má líka ekki gleyma því að DC er að verða 39 ára gamall og það hallar hratt undir fæti í þessu sporti þegar father time bankar upp á. Það eru mörg spurningamerki við Oezdemir en við vitum að hann kann svo sannarlega að slökkva á mönnum með einu höggi. Ég held að DC sé einn sá harðasti andlega í MMA í dag og láti Jones söguna ekki fara með sig og nálgist þennan bardaga á svipaðan hátt og áður. Hann sé alveg til í að standa með Oezdemir en mun alltaf sækja í fellur og glímuna þegar á brattann sækir. DC sigrar með höggum í gólfinu í 3. lotu.

Daniel Cormier: Pétur, Óskar, Guttormur, Arnþór
Volkan Oezdemir: ..

Embed from Getty Images

Fjaðurvigt: Calvin Kattar gegn Shane Burgos

Pétur Marinó Jónsson: Tveir algjörlega óþekktir en ég held að þetta verði fínasti bardagi. Burgos er með skemmtilegan stíl og er svona nokkuð hrokafullur í búrinu. Hann er allan þunga á fremri fæti og því opinn fyrir spörkum. Kattar á sennilega eftir að reiða sig á fellurnar meira en Burgos og væri skynsamlegt að blanda spörkunum og fellum saman. Mér finnst Burgos vera flottur standandi og segi ég að hann vinni eftir dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Ég ætla ekki að þykjast vita mikið um þessa. Veðja á ósigraða gaurinn, Burgos kemur Kattar fyrir kattarnef í fyrstu lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Veit ekki mikið um þessa tvo. Spái því að Burgos verði komið fyrir kattarnef.

Arnþór Daði Guðmundsson: Ég veit sama og ekki neitt um þessa tvo þannig að ég ætla að vera ansi diplómatískur eins og Óskar og segja að ósigraði bardagamaðurinn haldi núllinu. TKO í annarri lotu.

Calvin Kattar: Guttormur
Shane Burgos: Pétur, Óskar, Arnþór

Embed from Getty Images

Léttþungavigt: Gian Villante gegn Francimar Barroso

Pétur Marinó Jónsson: Þessi bardagi er svo bilaðslega óspennandi. Báðir fara mikið í taugarnar á mér og þá sérstaklega Barroso. Barroso er alltaf bara að gera eitthvað. Það er eins og það sé aldrei neitt plan, hann er sloppy og dálítið villtur en er samt aldrei í skemmtilegum bardögum. Gian Villante er skárri og hefur alveg verið í skemmtilegum bardögum en er oftar en ekki bara slappur. Það er ekkert sérstakt við hann sem bardagamann þrátt fyrir að vera góður íþróttamaður, með góða þjálfara og æfir með Chris Weidman á hverjum degi. Ef hann væri í léttvigt eða veltivigt væri hann bara að keppa á einhverju skíta bardagakvöldi í New Jersey en hangir þarna inni af því að léttþungavigtin sökkar! Vonandi koma þessir á óvart og bjóða upp á eitthvað skemmtilegt en ég held að þetta verði bara frekar slappur bardagi. Gian Villante vinnur eftir dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Get ekki sagt að ég sé spenntur. Held í vonina að þetta verði brjálað slugfest. Villante sigrar á rothöggi í þriðju.

Guttormur Árni Ársælsson: Tveir vonlausir. Bardaginn þar sem þú stendur upp og poppar. Villante sigrar eftir dómaraákvörðun.

Arnþór Daði Guðmundsson: Það sem ég er spenntastur fyrir við þennan bardaga er að sjá Chris Weidman vera aðalhornamann hjá Villante og það segir sitt um þennan bardaga. Vonum bara að bardaginn verði skemmtilegur og báðir skilji sitt eftir í búrinu. Villante sigrar á stigum.

Gian Villante: Pétur, Óskar, Guttormur, Arnþór
Francimar Barroso: ..

Embed from Getty Images

Bantamvigt: Thomas Almeida gegn Rob Font

Pétur Marinó Jónsson: Þetta er almennilegur bardagi og hlakka ég til að sjá minn mann Almeida aftur í búrinu. Hann er einn sá skemmtilegasti enda með mikið af rothöggum á ferilskránni en á það líka til að vera sleginn full mikið. Það er ömurlegt fyrir hann og þjálfarana en skemmtilegt fyrir áhorfendur. Rob Font er fínasti bardagamaður sem er bara fínn á öllum vígstöðum. Ég held að hann reyni að halda sér eins mikið frá Almeida og hann getur, verði dálítið á hjólinu eins og hann gerði gegn John Lineker. Ég hef trú á að Almeida komi öflugur til leiks í kvöld og komist aftur á sigurgöngu eftir tap síðast. Almeida með TKO í 2. lotu.

Óskar Örn Árnason: Þessi gæti orðið góður. Almeida er skemmtilegur striker og Font er góður alhliða bardagamaður. Ég býst við fjöri en held að Almeida roti Font í annarri lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Skemmtilegt matchup. Almeida er alltaf spennandi en ég held að Font reynist of sterkur í gólfglímunni. Font eftir dómaraákvörðun.

Arnþór Daði Guðmundsson: Skemmtilegt að sjá Thomas Almeida aftur. Aðalmálið er að Almeida haldi bardaganum standandi og þá nær hann highlight-reel knockout eins og gegn Brad Pickett.
Almeida sigrar á KO í annarri lotu.

Thomas Almeida: Pétur, Óskar, Arnþór
Rob Font: Guttormur

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular