spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSpá MMA Frétta fyrir UFC 253

Spá MMA Frétta fyrir UFC 253

UFC 253 er í kvöld þar sem tveir titilbardagar eru á dagskrá. Líkt og fyrir öll stóru kvöldin birta pennar MMA Frétta sína spá.

Titilbardagi í millivigt: Israel Adesanya gegn Paulo Costa

Pétur Marinó Jónsson: Þessi verður geggjaður og vonandi talsvert betri en bardagi Adesanya gegn Yoel Romero. Paulo Costa er naut sem veður áfram með mikla pressu og Adesanya er með mjög góðar gagnárásir. Það býður upp á skemmtilegan bardaga! Costa hefur kannski ekki gert mikið í UFC en hann hefur ekki lent í miklum vandræðum.

Costa er með svakalega pressu og mörg högg á mínútu en hann er hættulegastur þegar andstæðingurinn er króaður af upp við búrið. Þar lætur hann höggin dynja á andstæðingum og er erfitt að komast undan honum þaðan. Í miðju búrsins er hann ekki eins öflugur og held ég að Adesanya sé mun hættulegri þar. Þetta er stór niðurskurður fyrir Costa og hefur hann aldrei farið í gegnum fimm lotur. Ég held að Costa muni byrja vel og jafnvel ná að kýla Adesanya einu sinni niður í 1. lotu en svo muni Adesanya ná stjórn á bardaganum með hnitmiðuðum gagnhöggum og spörkum. Að mínu mati mun Costa fjara út eftir tvær lotur og þá mun Adesanya taka yfir. Adesanya er tæknilega betri og skorar fleiri stig yfir fimm lotur. Adesanya eftir dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Hrikalega spennandi bardagi, ultimate naut gegn nautabana. Þetta væri auðveld spá fyrir mig ef Israel hefði ekki verið svona tæpur á móti Kelvin og ef Costa virkaði ekki eins og terminator á sterum. Engu að síður held ég að skörp gagnhögg Adesanya muni skila honum sigri, sennilega á stigum. X-faktorinn er glíma Costa en hann hefur gert grín að getu Israel á gólfinu. Neglum það, Adesanya á stigum.

Guttormur Árni Ársælsson: Algjör topp bardagi. Báðir ósigraðir og þetta er aðeins í þriðja sinn í sögu UFC þar sem ósigraður meistari mætir ósigruðum áskoranda. Hin tvö skiptin voru Ronda Rousey gegn Holly Holm árið 2015 og svo Rashad Evans gegn Lyoto Machida árið 2009. Í bæði skiptin tapaði ríkjandi meistari og spurning hvort Izzy takist að brjóta þá hefð.

Mér fannst Adesanya ekki líta eins vel út gegn Gastelum og hann hefur gert áður. Ég spáði sem dæmi gegn Adesanya í bardaganum við Whittaker og í þeim bardaga sá Whittaker aldrei til sólar. Að því sögðu held ég að Costa sé ágætis matchup fyrir Adesanya; hrikalega sterkur og agressívur sem ætti að henta gagnárásum Adesanya vel. Ég hef enga trú á því að Costa nái þessu í gólfið fyrst að Yoel Romero gat það ekki. Adesanya sigrar eftir TKO í þriðju lotu.

Halldór Halldórsson: Hér er á ferðinni bardagi sem hefur allt; það eru tilfinningar í spilinu, báðir menn enn ósigraðir og það er titill í húfi. Ég get ekki beðið! Ég á von á því að Costa muni pressa stíft í upphafi og neyða ‘Stylebender’ til að slást við sig. Þessi bardagi á eftir að fara vel af stað og hakan á Adesanya þarf að rígalda sér í fyrstu tveimur lotunum. Stylebender hefur sýnt það að hann getur tekið höggum eins og maður og ég spái því að hann geri það einnig í kvöld. Eftir mikil læti í fyrstu lotunum fer að fjara undan Costa, það tekur mikið þrek að keyra svona skrokk áfram og Adesanya á eftir að finna glufur þar sem hann mun smellhitta þungum höggum þegar líður á bardagann. Adesanya með TKO snemma í fjórðu lotu.

Israel Adesanya: Pétur, Óskar, Guttormur, Halldór
Paulo Costa: ..

Titilbardagi í léttþungavigt: Dominick Reyes gegn Jan Blachowicz

Pétur Marinó Jónsson: Þessi bardagi á eftir að vera góður held ég. Ég hef oft vanmetið Jan Blachowicz en hann hefur heldur betur komið á óvart undanfarin ár. Reyes er samt betri bardagamaður að mínu mati og á að vinna þetta. Svo lengi sem Reyes kemur ekki inn með eitthvað vanmat eftir að hafa næstum unnið Jon Jones þá mun hann taka þetta. Blachowicz þarf að stöðva hreyfanleika Reyes og er örugglega hættulegri í clinchin – þar liggja hans styrkleikar í kvöld. Reyes er samt það góður að hann klárar þann pólska. Segi Reyes með TKO í 3. lotu.

Óskar Örn Árnason: Það er pínu magnað hvað Jan Blachowicz er alltaf vanmetinn þrátt fyrir að hafa unnið 7 af síðustu 8 bardögum og það á móti solid andstæðingum. Reyes er með talsvert minni reynslu, bara um þriðjung af bardögum Blachowicz og bara 7 bardaga í UFC. Að þessu sögðu ætla ég samt að taka Reyes, byggt fyrst og fremst á frammistöðu hans gegn Jones. Reyes, headkick KO í þriðju lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Blachowicz er á svaka siglingu og aðeins tapað einum af seinustu 8 bardögum og búinn að klára 4 af seinustu 5 andstæðingum. Hann er líka nokkuð aktívur og með meiri reynslu en Reyes. Ég gæti samt trúað því að Blachowicz sé svona gaur sem er topp 5 en muni alltaf ströggla gegn þeim allra bestu. Tap gegn Patrick Cummins er sem dæmi eitthvað sem stingur í stúf. Mér fannst frammistaða Reyes gegn Jones mögnuð – hann vann fyrstu tvær loturnar og margir vilja meina að hann hafi unnið þá þriðju einnig og þar með bardagann. En dómararnir voru ósammála og því fær Reyes annað tækifæri til að tryggja sér léttþungavigtartitilinn í kvöld. Ég segi að Reyes sigri þetta á stigum í fjörugum bardaga þar sem Blachowicz byrjar betur en þreytist síðan.

Halldór Halldórsson: Mig grunar að margir séu að sofa á þessum bardaga. Hér höfum við tvo menn sem hafa litlu að tapa en allt að vinna og því býst ég við því að enginn verði mikið í því að verja fengin hlut heldur á ég miklu frekar von á því að sóknarþungi verði rauði þráður þessa bardaga. Reyes og Jan eru líkir að því leytinu til að þeim finnst best að halda þessu standandi og láta hendurnar flakka. Það er meiri hraði og snerpa í Reyes og það verður til þess að hann kemur inn fleiri höggum á Jan. Reyes vinnur þennan á einróma dómaraúrskurði.

Dominick Reyes: Pétur, Óskar, Guttormur, Halldór
Jan Blachowicz: ..

Fluguvigt: Kai Kara-France gegn Brandon Royval

Pétur Marinó Jónsson: Kai Kara-France er svona með þeim betri í fluguvigtinni á meðan Royval er pínu óskrifað blað. Royval kom inn með skömmum fyrirvara gegn Tim Elliot og kláraði hann með uppgjafartaki í 2. lotu. Þá var Elliot orðinn örmagna og kannski pínu erfitt að vita hversu góður hann er. Ég held samt að Kai sé betri bardagamaður og tippa á að hann vinni eftir dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Kai-Kara France er efnilegur náungi á uppleið. Ég veit ekki mikið um andstæðinginn en hann vann Tim Elliot sem er helvíti gott. France er með miklu meiri reynslu, tek hann á stigum.

Guttormur Árni Ársælsson: Tveir á uppleið: Kara-France er nr. 7 og Royval nr. 9 í fluguvigtinni. Kara-France er reynslumeiri en Royval kláraði Tim Elliott með arm-triangle í vor og af þeirri ástæðu ætla ég að spá honum sigri; Royval með sigur eftir uppgjafartak í 2. lotu.

Halldór Halldórsson: Tveir kappar sem eru að reyna að mjaka ser ofar í þunnri fluguvigtinni. Þetta er ‘hvað hefur þú gert fyrir mig nýlega’ bransi og Royval stoppaði Tim Elliot sem er enginn niðursetningur og því ætla ég að velja hann. Royval fer heim með sigur í farteskinu eftir dómaraúrskurð.

Kai Kara-France: Pétur, Óskar
Brandon Royval: Guttormur, Halldór

Bantamvigt kvenna: Ketlen Vieira gegn Sijara Eubanks

Pétur Marinó Jónsson: Ketlen Vieira hefur ekki verið með neina flugeldasýningu í UFC en hún er með nokkra góða sigra. Ég held að þetta sé slæmt matchup fyrir Eubanks og mun hún ekki ná að taka Vieira niður. Vieira er með fínt topp game og mun stjórna hvert þessi bardagi fer. Vieira vinnur eftir dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Vieira er nokkuð nasty jiu-jitsu bardagakona en hún hefur ekki barist oft undanfarin ár. Eubanks á hinn bóginn barðist fyrir tveimur vikum. Þetta er ekta BJJ vs. wrestling sem er gaman en ég held að Vieira taki þetta með ground and pound, TKO í annarri.

Guttormur Árni Ársælsson: Vieira er með sigra gegn Saru McMann og Cat Zingano á ferilskránni. Hún var rotuð í seinasta bardaga sínum en er að mínu mati bara betri en Eubanks. Eubanks átti að berjast í fyrsta titilbardaganum í fluguvigt kvenna gegn Nicco Montano árið 2017 en þurfti að draga sig út vegna nýrnabilunar eftir misheppnaðan niðurskurð. Það segir ýmislegt um dýptina í fluguvigt kvenna að Eubanks hafi verið sú sem átti að berjast um titilinn – hún tapaði fyrir Bethe Correia í fyrra og var eftir þann bardaga með bardagaskorið 4-4. Hún hefur síðan unnið tvo í röð en ég held að Vieira taki þetta í gólfið og klári Eubanks.

Halldór Halldórsson: Við sáum Eubanks slást síðast fyrir fáeinum dögum síðan þar sem hún sigraði Julia Avila nokkuð sannfærandi. Núna er hún búin að vinna tvo í röð og greinilega í toppstandi. Eftir kvöldið í kvöld spái ég því að hún verði með þrjá sigra í röð. Eubanks eftir einróma dómaraúrskurð.

Ketlan Vieira: Pétur, Óskar, Guttormur
Sijara Eubanks: Halldór

Hentivigt: Hakeem Dawodu gegn Zubaira Tukhugov

Pétur Marinó Jónsson: Ekta striker vs. grappler bardagi. Er ekki mikill aðdáandi Tukhugov og finnst hann alltaf gera það sama; nær nokkrum fellum, gerir ekki mikið ofan á í gólfinu og gasar síðan út þar sem hann er hættulega nálægt því að tapa í lokin. Dawodu er góður striker en ekki með nógu góða felluvörn til að halda þessu standandi allan tímann að mínu mati. Tukhugov vinnur eftir dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Frábær bardagi og 100% pickem bardagi í mínum huga, þ.e. jafn. Tek Rússann, KO í fyrstu.

Guttormur Árni Ársælsson: Skemmtilegt match-up. Dawodu er mjög spennandi striker með góða felluvörn en Tukhugov er frá Dagestan og verður með Khabib og Islam Makhachev í horninu sínu. Ég spái því að Tukhugov pressi Dawodu upp við búrið og dragi hann í jörðina og berji hann í 15 mínútur. Tukhugov eftir dómaraákvörðun.

Halldór Halldórsson: Skemmtilegt Striker vs Wrestler match up hér á ferð. Því miður fyrir Dawodu verður pressan frá Tukuhgov honum ofviða. Dagestaninn mun draga Dawodu í djúpu laugina og glíma hann upp og niður í langar 12 mínútur. Að þeim loknum mun Tukhugov klemma Dawodu upp við búrið þar sem hann klárar þennan bardaga með höggum. Tukhugov TKO í þriðju lotu.

Hakeem Dawodu: ..
Zubaira Tukhugov: Pétur, Óskar, Guttormur, Halldór.

Heildarstig ársins:

Óskar: 29-6 *2019 meistarinn
Pétur: 26-9
Guttormur: 25-10
Halldór: 13-7
Arnþór: 7-8

spot_img
spot_img
spot_img
Previous article
Next article
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular