spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSpá MMA Frétta fyrir UFC 259

Spá MMA Frétta fyrir UFC 259

UFC 259 fer fram í kvöld þar sem þrír titilbardagar eru á dagskrá. Líkt og fyrir öll stóru kvöldin birta pennar MMA Frétta sína spá fyrir kvöldið.

Titilbardagi í léttþungavigt: Jan Blachowicz gegn Israel Adesanya

Pétur Marinó Jónsson: Mjög forvitnilegur bardagi. Israel Adesanya er stórstjarna og getur orðið enn stærri ef hann nær öðru belti í kvöld. Flestir eru að spá Adesanya sigri en ég sé Jan eiga góðan séns og eru margar leiðir fyrir hann að vinna. Það verður nokkur stærðarmunur í kvöld, sennilega um 10 kg og gæti það haft nokkuð að segja um bardagann. Adesanya hefur ekki látið neinn taka sig niður og enginn nær að halda honum upp við búrið í einhverju clinchi. En kannski getur stærri og þyngri Jan Blachowicz gert það. Jan er líka svart belti í BJJ og gæti verið sá sem tekst að stjórna Adesanya í gólfinu sem við höfum ekki séð áður. Hann gæti líka gert skaða þegar þeir eru að skiljast að í clinchinu, svipað og hann gerði gegn Luke Rockhold (millivigtarmaður sem fór upp). Gætum séð svona rothögg eins og þegar Daniel Cormier rotaði Stipe Miocic í 1. bardaganum þeirra.

Það má samt ekki gleyma að Israel Adesanya er ótrúlega snjall standandi. Hann notar gabbhreyfingar til að lesa í andstæðinginn og gerir það betur en 99% af bardagamönnum UFC. Adesanya selur gabbhreyfingar það vel að andstæðingarnir halda að gabbhreyfingin sé högg og halda síðan að höggið sé gabbhreyfing. Jan er stundum með hendurnar út um allt og Adesanya mun lesa hreyfingar hans fljótt. Hann er líka með einstaklega góða stungu, frábær lágspörk og mjög góður að stjórna fjarlægðinni.

Langar að segja að Blachowicz vinni en finnst líklegra að Adesanya vinni eftir dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Þetta er hrikalega áhugaverður bardagi og mjög erfiður að spá. Blachowicz er nánast alltaf vanmetinn en hefur náð sér í aukna virðingu undanfarin ár, sérstaklega í fyrra. Pólverjinn getur slegið en hann er líka hraður og er auðvitað með glímu í bakhöndinni líka. Kannski mun hann reyna þannig bardagaáætlun, pressa Izzy upp við búrið og draga hann niður í helvíti, það gæti alveg virkað. Að öllu þessu sögðu get ég ekki annað en spáð Adesanya sigri, er þó ekki að vanmeta Blachowicz. Stylebender er á bara töframaður og ég held að hann nái að temja þetta naut þó það verði erfitt. Tek Stylebender, tek sénsinn á TKO í fjórðu.

Guttormur Árni Ársælsson: Sturlaður bardagi og virkilega skemmtilegur clash af ólíkum stílum. Ég hugsa að leikáætlun Blachowicz verði svipuð og sú sem Costa hefði átt að beita; pressa Izzy upp við búrið og reyna að draga hann í gólfið. Það er þó hægara sagt en gert og Izzy hefur sýnt það að hann er algjör meistari í að stjórna fjarlægðinni og því hvar bardaginn fer fram. Ég er búinn að spá gegn Blachowicz alla leið á toppinn og ætla ekki að breyta út af vananum hér – Izzy nær góðu head kick í þriðju og klárar bardagann með tæknilegu rothöggi.

Brynjólfur Ingvarsson: Eftir því sem ég skoða meira fyrir þennan bardaga verð ég hræddari fyrir hönd Izzy. Hann datt nokkrum sinnum í að skiptast á höggum við Whittaker og leyfði Brunson að pressa sig upp við búrið. Að því sögðu geri ég ráð fyrir að Jan spili beint inn í game’ið hjá Izzy og reyni að hlaupa inn þegar hann hefur verið out jabbaður nokkrum sinnum. Þaðan éti Izzy hann með counterum. Ef Jan reynir að sitja aftur og countera fellur hann fyrir gabbhreyfingunum frá Izzy og Adesanya verður búinn að reikna hann út eftir tvær lotur. Izzy TKO 2. lota.

Sævar Helgi Víðisson: Samkvæmt flestum rökum og tölfræði ætti Izzy að taka þetta. En einhvern veginn get ég ekki vanmetið Jan lengur. Hann er alls ekki besti bardagamaðurinn í léttþungavigt en er þrátt fyrir það meistarinn. Einhvern vegin ​finnst mér Izzy vera að vanmeta hvað það er mikill munur á millivigt og léttþungavigt. Þá mun höggþyngd Jan ná til hans. Jan KO 2. lota

Jan Blachowicz: Sævar
Israel Adesanya: Pétur, Óskar, Guttormur, Brynjólfur

Titilbardagi í fjaðurvigt kvenna: Amanda Nunes gegn Megan Anderson

Pétur Marinó Jónsson: 5. Fimm! Það eru ekki meira en 5 konur í fjaðurvigt kvenna í UFC. Þessi flokkur er galtómur og þunnari en Johnny Depp á sunnudegi. Það er bara ekkert að frétta þarna. Nunes er þar að auki miklu betri en allar konurnar í bantam- og fjaðurvigt. Það er eiginlega ekki sanngjarnt að henda þeim í Nunes. Megan Anderson er stór og verður hættuleg í 1. lotu en ef Holly Holm gat glímt Anderson í drasl þá mun Nunes gera það líka. Nunes nær Anderson niður í öllum lotunum þar til í 3. lotu þá lætur hún höggin dynja á henni og klára með TKO í gólfinu.

Óskar Örn Árnason: Ástandið í fjaðurvigt kvenna er mjög dapurt. Cyborg er farin og Nunes búin að sópa gólfið með Spencer og Holm og de Randamie. Staðan er orðin sú að Megan Anderson er skásti mögulegi kosturinn, búin að vinna tvær í röð sem eru ekki með Wikipedia síðu. Þetta er versti main card bardaginn en nóg um þetta, ég segi að Nunes roti Anderson í fyrstu.

Guttormur Árni Ársælsson: Geisp. Nunes búin að sópa þessari deild. TKO Nunes í fyrstu lotu.

Brynjólfur Ingvarsson: Þetta er ekki áskorandinn til að taka krúnuna. Ég held að Anderson komi á óvart standandi og Nunes verði í smá vandræðum í fyrstu lotu en hún taki Anderson þá niður. Anderson brotnar andlega og eftir að hafa verið tekin niður aftur í annarri lotu er hún hengd. Nunes henging 2. lota.

Sævar Helgi Víðisson: Anderson mun eiga sín augnablik en þetta verður ekki flókið fyrir geitina. Nunes sub 3. lota

Amanda Nunes: Pétur, Óskar, Guttormur, Brynjólfur, Sævar
Megan Anderson: ..

Titilbardagi í bantamvigt: Petr Yan gegn Aljamain Sterling

Pétur Marinó Jónsson: Þessi bardagi er sá sem er mest 50/50 að mínu mati, erfitt að giska. Ég er mikill Petr Yan aðdáandi. Það eru fáir sem bera gælunafn sem er jafn viðeigandi og Petr ‘No Mercy’ Yan. Hann er ekki þarna til að spila einhvern leik og skora stig. Hann er þarna til að lemja þig. Er með flottan bakgrunn í ólympísku boxi og hefur litið vel út gegn reynsluboltum í UFC. Þetta verður samt hans erfiðasta próf enda Aljamain Sterling litið mjög vel út að undanförnu og hefur aldrei verið betri (ólíkt hinum andstæðingum Yan). Hann er með funky striking, sparkar mikið og hefur aldrei kýlt neinn niður í UFC en tekur ekki mikinn skaða (fyrir utan rothögg gegn Marlon Moraes). Ég gæti alveg trúað að kálfasparkið fræga eigi eftir að sjást mikið frá Sterling í kvöld. Hann er líka örugglega sá eini sem notar spörk til að setja upp fellur sem er skemmtilegt en þegar í gólfið er komið er hann einn af þeim bestu í bantamvigtinni. Spurningin er bara hvort Sterling nái Yan í gólfið og það nógu oft. Þetta verður erfiður og jafn bardagi. Sterling nær einhverjum fellum en Yan mun á endanum vinna bardagann með TKO seint í 4. lotu.

Óskar Örn Árnason: Ég fýla Petr Yan alveg í tætlur. Hann er grjótharður, nákvæmur, höggþungur og pressar eins og amma djöfulsins. Sterling er nánast eins ólíkur Yan og hægt er sem gerir þetta mjög áhugavert. Hann er með óvenjulegan stíl sem er erfitt að átta sig á en spurningin er hvernig hann höndli pressuna frá Yan. Báðir eru sterkir í glímunni en ég gef Sterling yfirhöndina þar. Felluvörn Yan er hins vegar mjög góð svo kannski fer þetta alls ekki niður. Þetta er heillandi bardagi en líkt og í aðalbardaganum þá tek ég þann sem ég held að hafi heilt yfir meiri skillz og það er Sterling. Ég segi að Sterling taki þetta á stigum.

Guttormur Árni Ársælsson: Ég var sannfærður um það fyrir nokkrum árum að Sterling væri framtíðin í bantamvigtinni. Það reyndist ekki verða en nú finnst mér þetta eiginlega búið að snúast við og að menn séu hálfpartinn að vanmeta hann. Hann er sterkur wrestler og með gott Jiu-Jitsu sem gæti valdið Yan vandræðum. Ég segi að Aljo komi öllum á óvart og klári Yan með uppgjafartaki í 2. lotu.

Brynjólfur Ingvarsson: Þetta er óumdeilanlega mest spennandi titilbardaginn. Báðir eru frábærir en með allt örðuvísi stíla. Þeir deila sigri yfir Jimmy Rivera nýlega en á meðan Yan var í vandræðum fyrstu tvær loturnar náði Aljo að stjórna bardaganum allan tímann. Það hefur enginn pushað mikið pace á Yan nýlega og ég held að það sé nákvæmlega það sem Aljo geri. Yan hefur náð að halda höggþyngdinni yfir loturnar en ég er ekki viss um að hann geri það núna þegar hann fær ekki að stjórna hraðanum í bardaganum. Ég held að Sterling noti mikið af spörkum fyrir utan fjarlægðina sem Yan líður vel í, skjóti inn þegar Yan lokar fjarlægðinni og fer síðan aftur að sparka hann í sundur og þreyta á honum hendurnar því Yan þarf að vera að verjast spörkunum.

Það er þó margt við matchupið sem er scary fyrir Sterling. Sterling er með mjög ýktar höfuðhreyfingar sem Yan gæti hæglega notfært sér og sett upp þung högg eða spörk. Yan nær líka oft inn þungum höggum þegar hann brýtur clinchið og gæti því gert mikinn skaða ef Sterling reynir að clincha hann en nær ekki fellunni. Mér finnst þó Sterling hafa fleiri leiðir til sigurs og spái honum því sigri eftir dómaraákvörðun í mjög skemmtilegum bardaga. Aljo eftir dómaraákvörðun.

Sævar Helgi Víðisson: Þetta er besti bardagi kvöldsins en Aljo mun koma að óvart hérna og byrjar á því að vera betri standandi. Eftir því sem líður á bardagan mun Yan þó byrja að reikna hann út en þá fer Aljo yfir í glímuna og vinnur frekar þægilega dómaraákvörðun.

Petr Yan: Pétur
Aljamain Sterling: Óskar, Guttormur, Brynjólfur, Sævar

Léttvigt: Islam Makhachev gegn Drew Dober

Pétur Marinó Jónsson: Margir eru að tala um Islam sem mögulegan framtíðar meistara. Þessi umræða hefur eiginlega verið viðloðin hann síðan hann kom fyrst í UFC en þetta hefur tekið langan tíma. Oft meiddur, féll á lyfjaprófi og líka misst stóra bardaga vegna meiðsla andstæðingsins. Nú segja allir hjá AKA að hann muni taka við af Khabib. Hann er samt ekki eins áhugaverður karakter og með þennan smass stíl og Khabib. Hann er meira að taka menn niður og glíma við þá. Khabib lemur andstæðingana. Islam virðist geta tekið alla niður þannig það verður áhugavert að sjá hann gegn Drew Dober. Dober er reyndar búinn að vera geggjaður, rota síðustu þrjá andstæðinga sína. Þetta verður striker vs. grappler og held að glíman vinni í kvöld. Islam vinnur eftir dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Enn einn klikkaði bardaginn. Loksins snýr Makhachev aftur í búrið en við sáum hann síðast í september árið 2019. Hann gæti orðið arftaki Khabib en fyrst þarf hann að komast í gegnum Dober sem er búinn að vera á flugi undanfarið, með þrjú rothögg í röð. Dober er seigur í glímunni sem er mikilvægt á móti Makhachev. Líklega verður þetta standandi, gæti farið á hvorn veginn sem er en ég veðja á Makhachev á stigum.

Guttormur Árni Ársælsson: Dober sigrar þennan í standandi bardaga sem verður ekki eins spennandi og margir búast við.

Brynjólfur Ingvarsson: Makachev er ekki bara hverfis wrestlerinn þinn. Hann er með hrikalegan glímustyrk og ég sé ekki fyrir mér að Dober geti stöðvað felluna. Makhachev eftir dómaraákvörðun.

Sævar Helgi Víðisson: Makhachev er málið þrátt fyrir að vera í leiðinlegri kantinum. Dober er mjög góður en þetta er bara ekki bardaginn hans. Makhachev mun þó átta sig á því að það er ekki sniðugt að standa með Dober og hengir hann þess vegna í fyrstu.

Islam Makhachev: Pétur, Óskar, Brynjólfur, Sævar
Drew Dober: Guttormur

Léttþungavigt: Thiago Santos gegn Aleksander Rakic

Pétur Marinó Jónsson: Þessi verður vonandi geggjaður. Fannst Rakic spila þetta full öruggt síðast þegar hann barðist. Hann veit að hann er nálægt titilbardaga og vill kannski ekki taka of mikla sénsa. Ég gæti alveg trúað því að Rakic reyni bara að taka Thiago niður og vinni þægilega dómaraákvörðun. Ég vona samt að það verði flugeldasýning og þar gætu báðir gert skaða. Ætla að tippa á að Thiago roti Rakic í 1. lotu.

Óskar Örn Árnason: Hvað höfum við gert til að verðskulda þessa snilld. Þessi bardagi getur ekki klikkað, gæti verið flottur aðalbardagi á minna kvöldi. Þetta verður eitthvað hnefaflug og ekki séns að þetta fari í stig. Ég veðja á að Rakic taki þetta á TKO í annarri lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Geggjaður bardagi. Ég held að Rakic eigi bjarta framtíð í léttþungavigtinni á meðan Santos er 37 ára og gæti bestu árin verið að baki sér. Segjum Rakic með head kick KO í 1. lotu

Brynjólfur Ingvarsson: Ég held að þeir skiptist á spörkum þar til Santos áttar sig á að honum líður mikið betur nær og sparkar sér leið inn. Þaðan sveiflar hann þungum höggum þar til slokknar á Rakic. Santos TKO 1. lota.

Sævar Helgi Víðisson: Bardaginn hans Santos á móti Jones tók einfaldlega of stóran toll líkamlega. Rakic er flottur standandi og mun blanda inn fellum. Það er þó alltaf hættulegt að standa með Santos og verður Rakic að halda fókus allan tíman annars gæti hann farið að sofa. Rakic eftir dómaraákvörðun

Aleksander Rakic: Óskar, Guttormur, Sævar
Thiago Santos: Pétur, Brynjólfur

Heildarstig ársins:

Brynjólfur: 6-3
Pétur: 5-4
Óskar: 5-4
Guttormur: 4-5
Sævar: 3-6

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular