spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaSpá MMA Frétta fyrir UFC 265

Spá MMA Frétta fyrir UFC 265

UFC 265 fer fram í kvöld þar sem þeir Derrick Lewis og Ciryl Gane mætast í aðalbardaga kvöldsins. Líkt og fyrir öll stóru kvöldin birta pennar MMA Frétta sína spá.

Bráðabirgðar titilbardagi í þungavigt: Derrick Lewis gegn Ciryl Gane

Pétur Marinó Jónsson: Þetta er algjör pappatitill og allt það en áhugavert að sjá hvað Gane er komin langt á stuttum tíma í UFC. Gane er betri á öllum vígstöðum en samt getur Lewis unnið með einu höggi. Gane er hrikalega skynsamur og á að vinna þetta. En Lewis er heimamaður og mikill stemnings kall. Hann getur alveg smellhitt og fengið pappabeltið um mittið. Ég ætla að tippa á að Gane verði hreyfanlegur, fer inn og út, sparkar í lappir Lewis, nær nokkrum fellum á meðan pirraður Lewis hittir lítið. Gane eftir dómaraákvörðun.

Brynjólfur Ingvarsson: Þessi er gerður fyrir Gane. Lewis á alltaf sénsinn að Gane verði þreyttur í seinustu lotunum og stoppi fyrir framan Lewis nógu lengi til að Lewis geti lent stóru hægri eða að Gane skjóti lélegu skoti og éti upphögg. En ég held að Gane sé of agaður og sigri á stigum í frekar leiðinlegum bardaga.

Óskar Örn Árnason: Ég held að Lewis þurfi kraftaverk í þessum. Hann er reyndar gaur sem á alltaf kraftaverk í bakhöndinni en getur hann landað bombunni á Gane sem hefur verið nánast ósnertanlegur í UFC? Ég held ekki. Býst ekki endilega við leiðinlegum bardaga út af KO ógninni frá Lewis en tæknilegir yfirburðir Gane munu sigla þessu hægt og rólega heim á stigum.

Guttormur Árni Ársælsson: Ég átta mig á því að Lewis er fan favorite og skemmtilegur í viðtölum en ég er svo miklu spenntari fyrir Gane. Náungi sem lítur út eins og íþróttamaður og hreyfir sig eins og hann sé í millivigt. Ég hef lengi spáð því að Gane muni gera usla í þungavigt þar sem er gífurlegur skortur á teknískum bardagaköppum. Ég spái því að Gane setji upp striking clinic og stoppi Lewis loks í fjórðu.

Derrick Lewis: ..
Ciryl Gane: Pétur, Brynjólfur, Óskar, Guttormur

Bantamvigt: José Aldo gegn Pedro Munhoz            

Pétur Marinó Jónsson: Jose Aldo hefur tapað þremur af síðustu fjórum bardögum sínum en allt gegn topp gæjum. Hann leit ágætlega út síðast þegar hann vann Marlon Vera en dagar hans sem titiláskorandi eru taldir. Pedro Munhoz getur verið mjög skemmtilegur og með mörg góð vopn en að sama skapi sér maður hann ekki fara lengra en þetta. Hann er orðinn 34 ára gamall og ekki lengur einhver ‘Young punisher’ sem maður hélt að myndi kannski fara í titilinn. Aldo mun ekki vinna þessa bestu en Munhoz er ekki alveg þar. Held að Aldo vinni eftir dómaraákvörðun í alveg hörku bardaga.

Brynjólfur Ingvarsson: Mjög spennandi bardagi, Aldo ætti að vera nógu góður til að sigra en spurningin er hversu mikið hann á eftir, eftir sinn langa feril. Aldo hefur góða vörn, góða fótavinnu og frábæra felluvörn. Ég spái því að hann eigi nóg inni til að sigra þennan, jafnvel klára hann í annarri. Aldo TKO lota 2.

Óskar Örn Árnason: Alveg magnað að José Aldo sé bara 34 ára gamall og sé enn í toppbaráttunni í UFC. Það eru 12 ár síðan hann varð WEC meistari með sigri á Mike Brown, sama ár og Pedro Munhoz byrjaði að berjast en þeir eru þó jafn gamlir. Á þessum tímapunkti held á að Munhoz sé talsvert ferskari og ætti að taka þetta. Segjum bara TKO Munhoz í annarri.

Guttormur Árni Ársælsson: Tveir jafn gamlir, 34 ára, en samt lítur Aldo út eins og afi minn. Það er ansi mikill munur á þessum tveim hvað fight years varðar og ég tel að það muni bitna á Aldo. Munhoz sigrar örugglega á stigum og Aldo leggur hanskana á hilluna. Legend of the game.

Jose Aldo: Pétur, Brynjólfur
Pedro Munhoz: Óskar, Guttormur

Veltivigt: Michael Chiesa gegn Vicente Luque             

Pétur Marinó Jónsson: Þetta er einn áhugaverðasti bardagi kvöldsins, striker vs. grappler. Luque er einn sá allra skemmtilegasti og menn finna alveg fyrir því að mæta honum. Það er enginn að fara að ruglast á Chiesa og heimsklassa striker en hann nær yfirleitt að koma sér í fellurnar án þess að taka mikinn skaða. Luque er bara með um 65% felluvörn sem er ekki gott þegar þú ert að fara að mæta Chiesa. Ég tippa á að Chiesa nái að stjórna bardaganum með fellum og vinni eftir dómaraákvörðun.

Brynjólfur Ingvarsson: Chiesa hefur litið vel út í veltivigt en Luque verið svarti riddarinn. Luque hefur ruglaðan vinstri krók og notar mikla pressu. Chiesa notar líka góða pressu og er með góðar fellur með efri líkama. Ég spái því að hann nái Luque niður og eftir baráttu í fyrstu lotu verði Luque þreyttur og Chiesa klári bardagann í jörðinni í annarri. Chiesa uppgjafartak lota 2.

Óskar Örn Árnason: Þetta er helvíti spennandi bardagi í veltivigt og auk þess mikilvægur. Báðir eru búnir að vinna nokkra bardaga í röð og vilja komast á toppinn. Ég er mjög tvístígandi en ætla að taka sénsinn á Luque. Ég held að þetta fari í gólfið og held að Luque sé sterkari þar. Luque með submission, 2. lota.

Guttormur Árni Ársælsson: Chiesa er á flottu runni og er með réttu vopnin til að sigra þennan. Ég spái því að Luque komi út með mikla pressu í fyrstu lotu en að Chiesa nái honum síðan niður í 2. og klári þetta með hengingu.

Vicente Luque: Óskar
Michael Chiesa: Pétur, Brynjólfur, Guttormur

Strávigt kvenna: Tecia Torres gegn Angela Hill

Pétur Marinó Jónsson: Hef alltaf fílað Angela Hill en aldrei fílað Torres. Hill reynir að gera þetta skemmtilegt en Torres reynir að gera þetta leiðinlegt. Torres tapaði fjórum í röð en vann svo tvær af nýrri gerðinni. Hill er mjög misjöfn og er 11-8 í UFC. Þetta verður mjög jafnt en tippa á að Hill nái að knýja fram sigur eftir dómaraákvörðun.

Brynjólfur Ingvarsson: Ég held að þessi verði svipaður og fyrri bardaginn þar sem Torres stjórni bardaganum með glímunni sinni. Torres eftir dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Get ekki sagst vera með miklar væntingar fyrir þessum. Það er næstu 100% að þetta fari allar lotur og góðar líkur að þetta verði klofin dómaraákvörðun. Tek Torres eftir klofna dómaraákvörðun.

Guttormur Árni Ársælsson: Torres stjórnar þessum bardaga frá A til Ö og sigrar eftir einróma dómaraákvörðun.

Angela Hill: Pétur
Tecia Torres: Brynjólfur, Óskar, Guttormur

Bantamvigt: Song Yadong gegn Casey Kenney

Pétur Marinó Jónsson: Song Yadong hefur nokkuð hljóðlega komið sér í 5-1-1 stöðu í UFC og er að bæta sig. Casey Kenney tapaði síðast fyrir Dominick Cruz en stóð sig nokkuð vel þar. Held að þetta verði enn einn jafni bardaginn á kvöldinu en að lokum mun Kenney vinna þar sem hann mun ná fellunum sínum. Kenney eftir dómaraákvörðun.

Brynjólfur Ingvarsson: Yadong er með höggþungann en Kenney með glímuna. Ég held að Kenney verði að vera mjög agaður ef hann ætlar að sigra. Ég spái því að Yadong nái að lenda nógu þungum höggum í tveimur lotum til að sigra eftir klofna dómaraákvörðun í skemmtilegum bardaga þar sem verður afar mjótt á munum.

Óskar Örn Árnason: Þetta verður sennilega fjörugur. Ég er hrifinn af Kenney, finnst hann skemmtileg týpa. Hann er góður wrestler og ætti að taka þetta. Kenney á stigum.

Guttormur Árni Ársælsson: Kenney þarf að lifa af fyrstu lotuna. Eftir það tekur hann yfir með fellum og siglir þessu heim á stigum.

Song Yadong: Brynjólfur
Casey Kenney: Pétur, Óskar, Guttormur

Heildarstig ársins:

Brynjólfur: 26-13
Sævar: 24-15
Pétur: 23-16
Óskar: 23-16
Guttormur: 18-16

spot_img
spot_img
spot_img
Previous article
Next article
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular