spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaSpá MMA Frétta fyrir UFC 270

Spá MMA Frétta fyrir UFC 270

UFC 270 fer fram í kvöld þar sem tveir titilbardagar eru á dagskrá. Líkt og fyrir öll stóru kvöldin birta pennar MMA Frétta sína spá fyrir kvöldið.

Titilbardagi í þungavigt: Francis Ngannou gegn Ciryl Gane

Pétur Marinó Jónsson: Þetta er mjög tricky bardagi. Það er ekkert eins gaman eins og að sjá hvað gerist þegar Ngannou berst. Hann er með það mikinn kraft að maður bíður bara eftir bombunni sem lendir. Gane er tæknilega betri bardagamaður en Ngannou er með svo ótrúlegan kraft og hraða. Ég er smá hræddur um að Gane nái að forða sig vel frá Ngannou og Ngannou verði hálf ráðalaus eftir fyrstu tvær loturnar. Gane er svo góður að halda fjarlægð og hafa þetta á sínu tempói. Gane þarf að vera þolinmóður og sérstaklega fyrstu tvær loturnar. Eftir það getur hann látið meira flakka þar sem Ngannou verður þreyttari þá og því ekki með eins svakalegan kraft. Það er þreytandi að kýla bara í loftið ef andstæðingurinn kemst alltaf undan. Ngannou leit fáránlega vel út síðast og gæti verið orðinn tæknilega betri bardagamaður en við gefum honum credit fyrir. Kannski sjáum við bara þolinmóðan Ngannou með lágspörk til að stöðva fótavinnu Gane og mann sem vinnur vel á bakvið stunguna. Verð þó að giska á bráðabirgðarmeistarann. Gane vinnur eftir dómaraákvörðun í frústrerandi bardaga fyrir Ngannou.

Óskar Örn Árnason: Francis virkaði ósigrandi á móti Stipe í fyrra. Hann er núna búinn að vinna fimm bardaga í röð alla með rothöggi í fyrstu eða annarri lotu, allt á móti góðum gæjum. Engu að síður verð ég að spá á móti honum. Ég held að Gane verði algjör martröð fyrir Ngannou. Gane mun koma sér undan bombunum, pirra Ngannou og smá saman þreyta. Þegar líða fer á seinni hluta bardagans verður Ngannou orðinn örvæntingafullur, gerir mistök og Gane raðar inn höggum. Gane sigrar, TKO, 4. lota.

Guttormur Árni Ársælsson: Það er langt síðan að ég hef verið svona spenntur fyrir þungavigtarbardaga. Ngannou er auðvitað algjört skrímsli og er með þessa lunchbox lúkur sem geta slökkt á hverjum sem er. En ég held því fram að Ciryl Gane sé new breed af þungavigtarmanni; hann gerir ekki mikið af mistökum, tekur ekki óþarfa sénsa, allar hreyfingar standandi eru tæknilegar og eyða ekki óþarfa orku og svo hreyfir sig eins og einhver í millivigt. Þó svo að Francis sé alltaf með þennan punchers chance þá ætla ég að giska á að við sjáum nýjan meistara um helgina og Ciryl Gane sigri á stigum.

Brynjólfur Ingvarsson: Gríðarlega spennandi bardagi og erfitt að spá fyrir um úrslit. Líklegt að Ngannou klári snemma eða Gane taki þetta á stigum. Ég held með Ngannou í þessum, sérstaklega vegna þess að hann er að rífast við UFC um laun og ég vil að þessir gæjar fái greitt almennilega. Ég sé fyrir mér að Ngannou nái að skera búrið eins og hann gerði vel gegn Stipe í seinni bardaganum, lenda þungum lágspörkum og hægja þannig á Gane, og lenda sprengjunum sínum. Ngannou KO lota 2.

Francis Ngannou: Brynjólfur
Ciryl Gane: Pétur, Óskar, Guttormur

Titilbardagi í fluguvigt: Brandon Moreno gegn Deiveson Figueiredo

Pétur Marinó Jónsson: Ég á erfitt með að ákveða mig hér. Figgy virkaði sem betri bardagamaðurinn í fyrri bardaga þeirra en var allt annar í seinni bardaganum. Þar virkaði hann hræddur og bara ekki sami maður og maður er vanur að sjá. Moreno var hins vegar frábær síðast og kannski bara búinn að fatta Figgy upp á 10. Hann ætti bara að gera nákvæmlega það sama og síðast. Setja upp mjög hátt tempó þar sem þolið hjá Figgy verður alltaf spurningamerki – sama hversu vel niðurskurðurinn gengur. Beinu höggin hans Moreno voru að countera villtu (en hættulegu) krókana hjá Figgy og svo náði hann body lock ef hann var kominn of nálægt. Ég ætla að tippa á að Figgy komi betur til leiks en það mun ekki duga. Moreno klárar vinnur hann aftur og í þetta sinn eftir dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Fyrsti bardaginn var stríð en sá seinni var frekar einhliða. Moreno virðist vera búinn að fatta Figueiredo en spurningin er núna hvort Cejudo sé búinn að hjálpa Figueiredo að fatta Moreno. Mér finnst líklegast að þetta verði ákveðin endurtekning af síðasta bardaga og tek því Moreno, submission, 2. lota.

Guttormur Árni Ársælsson: Þriðja sinn sem þessir herramenn mætast og nú þarf að útkljá þetta í eitt skipti fyrir öll. Ég er mikill aðdáandi Figueiredo aðdáandi og held að hann hafi lært ýmislegt í síðasta bardaga þeirra. Ef hann getur passað sig á uppgjafartökunum held ég að hann sé með öll tólin til að sigra þennan og hirða titilinn aftur.

Brynjólfur Ingvarsson: Figgy þarf að sýna hvað hann getur í þessum bardaga en Moreno hræðist ekki lengur höggþungann og ég held að hann hafi það sem þarf til að þola það sem Figgy hefur upp á að bjóða og valdið vandræðum á sama tíma. Ég held samt að Figgy byrji vel og taki fyrstu lotuna en eftir það verði þetta allt Moreno. Moreno á stigum.

Brandon Moreno: Pétur, Óskar, Brynjólfur
Deiveson Figueiredo: Guttormur

Veltivigt: Michel Pereira gegn Andre Fialho

Pétur Marinó Jónsson: Andrei Fialho er nýliði og fær erfitt próf. Pereira er búinn að vera undarlega rólegur í síðustu bardögum miðað við frumraun sína. Ég held að Pereira noti fellurnar og nái nokkrum stórum bombum en nái ekki að klára. Pereira eftir dómaraákvörðun. 

Óskar Örn Árnason: Hinn snarruglaði Michel Pereira á móti nýliða sem ég hef aldrei heyrt um… Pereira er hálf klikkaður en hann getur barist, búinn að vinna þrjá í röð. Tek Pereira á stigum.

Guttormur Árni Ársælsson: Fialho kemur hér inn með skömmum fyrirvara í sinn fyrsta UFC bardaga gegn hinum villta Perieira. Ég veit ekki mikið um Fialho en hann er með 14-3 record og sigraði James Vick í fyrra. Fialho fékk símtalið frá UFC á mánudaginn og hefur því ekki haft mikinn tíma til að undirbúa sig en ég ætla þrátt fyrir það að tippa á hann. Pereira kemur inn villtur og Fialho nær að stöðva hann í 2. lotu með tæknilegu rothöggi.

Brynjólfur Ingvarsson: Fialho er ekki með Wiki síðu og kemur inn með minna en viku fyrirvara. Pereira hefur sýnt meiri aga upp á síðkastið og ég held að það haldi áfram en kannski aðeins villtari frammistaða þar sem hann telur sig komast upp með það gegn nýliðanum. Ég held samt að hann geri nóg til að vinna fyrstu tvær og ná sigrinum á stigum. Pereira á stigum.

Michel Pereira: Pétur, Óskar, Brynjólfur
Andre Fialho: Guttormur

Bantamvigt: Cody Stamann gegn Said Nurmagomedov

Pétur Marinó Jónsson: Cody Stamann hefur átt pínu erfitt uppdráttar og það verður ekkert betra í kvöld. Said er hærri og með lengri faðm sem mun valda Cody vandræðum. Said heldur þessu standandi og vinnur eftir dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Þetta er frekar erfitt. Stamann er reynslubolti, góður wrestler og almennt erfiður gaur, alltaf í frekar jöfnum bardögum. Nurmagomedov er mjög efnilegur en hefur ekki sannað sig á móti þeim bestu. Ég tek Said Nurmagomedov á stigum aðallega af því að hann virðist á uppleið ein Stamann á niðurleið ….og kannski af því að hann heitir Nurmagomedov.

Guttormur Árni Ársælsson: Stamann mætir hér frænda Khabib í bantamvigtinni. Stamann er búinn að tapa tveim í röð og ég held því miður að hann eigi ekki roð í Nurmagomedov. Said Nurmagomedov með smesh og TKO í þriðju.

Brynjólfur Ingvarsson: Hérna held ég að sé falinn gimstein og verður gaman að sjá þá scrambl’a. Stamann virðist á niðurleið eins og Óskar sagði og ég held að Nurmagomedov nái góðum sigri hérna og stimpli sig í ranking í skemmtilegum bardaga. Nurmagomedov á stigum.

Cody Stamann: ..
Said Nurmagomedov: Pétur, Óskar, Guttormur og Brynjólfur

Brynjólfur Ingvarsson var spámeistari MMA Frétta árið 2021.

Heildarstig ársins 2021:

Brynjólfur: 46-19
Pétur: 40-25
Óskar: 40-25
Guttormur: 34-29
Sævar: 28-19

spot_img
spot_img
spot_img
Previous article
Next article
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular