spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSpámaður helgarinnar: Aron Kevinsson (UFC 232)

Spámaður helgarinnar: Aron Kevinsson (UFC 232)

UFC 232 fer fram í nótt í þar sem Jon Jones mætir Alexander Gustafsson í aðalbardaga kvöldsins. Spámaður helgarinnar að þessu sinni er bardagamaðurinn Aron Kevinsson.

Aron Kevinsson hefur fylgst með MMA frá 2014 og æft bardagaíþróttir í eitt og hálft ár en MMA frá því í febrúar. Aron er 2-1 sem áhugamaður í MMA og tók alla sína þrjá bardaga á þessu ári. Gefum honum orðið:

Titilbardagi í léttþungavigt: Jon Jones gegn Alexander Gustafson

Motherf***** Jones. Af hverju þarf hann að gera okkur það svona erfitt að líka vel við hann? Ég nenni ekki að tala um allt bullið sem einkennir þetta bardagakvöld, ég ætla að láta aðra sjá um það. En þrátt fyrir allt saman þá held ég að flestir vilja og búast við stríði eins og í fyrri bardaganum þeirra. Ég er allavega að búast við þannig flugeldasýningu í nótt! Það er svipað langt síðan þeir börðust báðir en það var í júlí 2017 (Jones) og í maí 2017 (Gustafson). Gustafson rotaði Glover Teixeira og Jones rotaði Cormier en eins og flestir vita þá var sá bardagi dæmdur ógildur. Jones átti ósannfærandi sigur á móti Ovince St. Preux en sá bardagi situr svolítið í mér þegar ég þarf að spá fyrir þessum bardaga. En þetta verður svipaður bardagi eins og síðast – eini munurinn verður sá að Jones tekst að gera það sem hann var svo nálægt að gera í síðustu lotu í fyrri bardaganum og rotar þreyttan Gustafson. Jones með rothögg í 5. lotu.

Titilbardagi í fjaðurvigt kvenna: Cris Cyborg gegn Amanda Nunes

Ég held að það sé loksins komið að tapi hjá Cyborg eins fáránlegt og það hljómar. Hvernig veit ég ekki en Nunes fer í sögubækurnar og verður fyrsti two weight female champion í UFC og sá þriðji frá upphafi. Ég er líka orðin smá þreyttur á þessu Cyborg hype-i. Nunes vinnur eftir dómaraákvörðun.

Veltivigt: Carlos Condit gegn Michael Chiesa

Michael Chiesa er ekki í miklu uppáhaldi hjá mér en Carlos Condit er það. En greyið Condit, í síðustu 10 bardögunum hans er hann 3-7. Ég vil sjá Condit hungraðan í sigur í kvöld. Ég veit að Michael Chiesa er hungraður eftir allt það sem hefur gengið á hjá honum. Chiesa er að fara upp um flokk sem ég tel vera hárrétt move hjá honum því annað weight cut í léttvigt hjá honum hefði verið of mikið fyrir hann. Michael Chiesa vinnur á hungrinu og klárar bardagann með rear naked choke í 2. lotu.

Léttþungavigt: Ilir Latifi gegn Corey Anderson

Ég hef fylgst mun betur með nágranna mínum Ilir Latifi en Corey Anderson og ég held því með Ilir. Báðir bardagamenn eru á tveggja bardaga sigurgöngu og báðir með ágætlega stóra sigra. Bardaginn endar með rothöggi og ég ætla að skjóta á það að Ilir roti Corey í 1. lotu.

Fjaðurvigt: Chad Mendes gegn Alexander Volkanovski

Ég hefði tippað blint á Chad Mendes ef ég hefði ekki gert neina heimavinnu. Alexander er á fimm bardaga sigurgöngu í UFC og með 15 sigra í röð. Hann er stórhættulegur, góður standandi, með góð takedown og almennt gott wrestling en þá eiginleika hefur Chad Mendes líka. Ég held að ég fari með rétt mál að Chad Mendes hefur aldrei verið tekin niður í UFC og því er ég hræddur um það að bardaginn haldist standandi allar þrjár loturnar en ég vona innilega að annar hvor fari í takedown. Ef bardaginn fer niður þá er hann sterkur candidat sem fight of the night. Reach-ið hans Alexander mun hjálpa honum í þessum bardaga. Alexander vinnur á dómaraákvörðun.

Aron Kevinsson.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular