spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaSpámaður helgarinnar: Bjarki Ómarsson - UFC 172

Spámaður helgarinnar: Bjarki Ómarsson – UFC 172

bjarki ómars

Eins og flestum bardagaáhugamönnum er kunnugt um er UFC 172 annað kvöld. Bardagarnir eru í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2. Spámaður helgarinnar að þessu sinni er einn efnilegasti bardagakappi þjóðarinnar, Bjarki Ómarsson. Bjarki er búinn með tvo áhugamannabardaga í MMA en hann er aðeins 19 ára. Bjarki er mikill áhugamaður um MMA og kemur hér með sína spá fyrir helgina.

Fjaðurvigt – Max Holloway vs. Andre Fili

Held að Max Holloway taki þetta á decision vegna þess að hann hefur keppt á móti stærri nöfnum og mér finnst eins og hann sé með pínu meiri reynslu. Veit voða lítið um Andre en hann er á góðu winning streaki þanning þetta ætti að vera góður bardagi fyrir Holloway. Margir þekkja Holloway fyrir að hafa barist við Conor McGregor og sýndi þar að hann er grjótharður þrátt fyrir tapið.

Léttvigt – Jim miller vs. Yancy Medeiros

Þetta ætti að vera mjög góður fight. Flestir MMA aðdáendur þekkja Jim Miller fyrir að vera í skemmtilegum bardögum en hann er mjög góður alls staðar, svart belti í jiu-jitsu og hefur söbbað fullt af góðum gæjum. Hann átti að keppa á móti Bobby Green sem ég var mjög spenntur fyrir og var búinn að spá þvi að Green myndi taka þetta á decision. Núna er hann að fara að berjast á móti Yancy Medeiros sem kom í staðinn fyrir Bobby Green vegna meiðsla. Held að Jim Miller taki þetta á submission, rear naked choke í annarri lotu.

Millivigt – Luke Rockhold vs. Tim Boetsch

Ég spái að þetta verði góður bardagi og að Rockhold taki þetta á decision með því að vera mjög hreyfanlegur og nota spörkin til að halda honum frá sér. Svo nær hann takedownum inn á milli til að tryggja sér lotunar.

Léttþungavigt – Phil Davis vs. Anthony Johnson

Ég spái að Davis taki þetta í annari lotu með guillotine choke eftir að vera búinn að nota wrestlingið sitt og dominate fyrstu lotunni. Hann verður eiginlega að vinna impressive til að fá titilbardaga myndi ég halda en þetta verður ekki auðvelt því Johnson er þekktur fyrir að vera nautsterkur.

Titilbardagi í léttþungavigt – Jon Jones vs. Glover Teixeira

Ég get ekki beðið eftir þessum bardaga! Jon Jones er nátturulega bara hrikalegur og ég held því miður að Teixeira sé ekki maðurinn til að stoppa hann þó að allt geti gerst. Teixeira er ótrúlega höggþungur og mjög sterkur en þá held ég bara að Jones sé hraðari og er stærri. Hann mun nota spörkin sín og vera meira creative og auðvitað má ekki gleyma wrestlinginu hjá Jones sem hann mun nota í 4. lotu þegar hann tekur Teixeira niður og heldur honum þar þegar Teixeira er orðin vel þreyttur. Jones klárar hann svo með olnbogum, tæknilegt rothögg í 4. lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

3 COMMENTS

  1. er ekki viss Jon Jones vinni held að hann hafi aldrei barist á móti manni með þenna höggkraftt sem Teixeira hefur sjáum til hvort hann hafi kjálka til þess að takka högg.

  2. Jones görsamlega valtaði yfir Teixeira í raun var þetta engin áskorun fyrir Jones, Gustafsson er sá eini sem virðist geta komið honum í alvöru vandræð.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular