Spámaður helgarinnar að þessu sinni er Jón Viðar Arnþórsson, einn af stofnendum Mjölnis. Jón Viðar er forstjóri og stjórnarformaður Mjölnis en hann er auðvitað mikill áhugamaður um MMA. Jón Viðar var lengi í karate og heldur mikið upp á Lyoto Machida. Það var því tilvalið að fá hann til að spá í spilin fyrir UFC 175.
Millivigt: Uriah Hall gegn Thiago Santos
Uriah Hall er flottur striker og leit vel út í TUF. Hann rotar Thiago Santos í fyrstu lotu.
Þungavigt: Stefan Struve gegn Matt Mitrione
Bardagar með Stefan Struve eru alltaf skemmtilegir og enda yfirleitt með rothöggi. Struve hefur ekki barist lengi vegna hjartasjúkdóms en ég held að hann komi sterkur til baka og sigri Mitrione með tæknilegu rothöggi í 2. lotu.
Titilbardagi í bantamvigt kvenna: Ronda Rousey gegn Alexis Davis
Ronda er búin að vera dugleg í boxinu fyrir þennan bardaga og lítur ansi vel út. Hún á örugglega eftir að reyna nota hendurnar meira en hún hefur gert og vanka Davis og klára hana með tæknilegu rothöggi eða “armbar” í fyrstu lotu
Titilbardagi í millivigt: Chris Weidman gegn Lyoto Machida
Ég vona svo innilega að Machida vinni. Machida mun halda góðri fjarlægð í byrjun og byrja rólega. Hann mun svo “feinta” til að lesa út viðbrögð Chris Weidman. Í 2. lotu mun Machida byrja að sækja meira og reynir að klára bardagann með hröðum höggum og spörkum.