spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSpámaður helgarinnar: Kolbeinn Kristinsson (UFC 257)

Spámaður helgarinnar: Kolbeinn Kristinsson (UFC 257)

Mynd: Baldur Kristjánsson.

UFC 257 fer fram á morgun þar sem Conor McGregor mætir Dustin Poirier. Kolbeinn Kristinsson er spámaður helgarinnar.

Kolbeinn Kristinsson er ósigraður sem atvinnumaður í boxi með 12 sigra. Kolbeinn hefur nokkrum sinnum verið spámaður helgarinnar og hefur skuggalega oft rétt fyrir sér. Gefum honum orðið.

Léttvigt: Dustin Poirier gegn Conor McGregor

Mér líst ógeðslega vel á þennan bardaga. Þarna er Conor að fara á móti topp level fighter og striker í Dustin Poirier.

Poirier hefur alltaf verið minn maður og ég spáði honum shutout sigrinum á Max Hollaway m.a. en sá bardagi var allt öðruvísi en þessi. Ef við einföldum fighting niður í leikinn skæri, blað, steinn, þá er Dustin skæri og Max var blað. Svo fór Dustin á móti Khabib sem var steinn og átti ekki séns. 

Núna er minn maður kominn á móti Conor. Conor er með topp level striking fyrir MMA, raðar mönnum inn í vinstri höndina sína fullkomnlega og notar framspörkin í þarmana og lappir mjög vel og enginn betri í því í MMA en Conor (vanmetnasta striking vopn í öllum MMA heiminum að mínu mati). Framspörkin draga orku úr mönnum sem hægir á þeim og gera Conor ennþá auðveldara fyrir að lenda þessari vinstri hönd.

Conor barðist síðast við Donald Cerrone en því miður var sá bardagi frekar stuttur og sýndi fremur lítið nema það að andlega er Conor locked in. Í síðasta bardaga Poirier barðist hann við Dan Hooker og ef við förum aftur í skæri, blað, steinn þá er Poirier stærri skæri en Hooker.

Því miður fyrir minn mann Poirier þá er Conor ennþá stærri skæri en hann. Conor McGregor vinnur með TKO eða eftir dómaraákvörðun.

Dan Hooker og Michael Chandler. (Mynd: Jeff Bottari/Zuffa LLC via Getty Images)

Léttvigt: Dan Hooker gegn Michael Chandler

Þetta er geggjaður bardagi. Chandler að taka frumraun sína í UFC eftir gott gengi í Bellator þar sem hann var þrefaldur léttvigtarmeistari og rosalegur íþróttamaður. Hann fer á móti Dan Hooker sem er hrikalega góður og skemmtilegur striker og var í tveimur bardögum sem voru í valinu fyrir besta bardaga ársins 2020.

Það mun kannski taka smá á taugarnar hjá Chandler að vera að berjast í fyrsta sinn í UFC en vonum ekki. Hann er með wrestler/striker stíl, mjög athletic Dan Henderson týpa. Með föst víð högg og fína stungu fyrir framan gott wrestling.

Dan Hooker aftur á móti er svakalegur striker, með mjög gott Muay Thai og blandar öllu vel saman. Það gæti gert Chandler smá hikandi að skjóta í fellu þar sem Hooker er með góða fjarðlægðarstjórn og rosalega hættuleg hné.

Þessi bardagi á eftir að byrja rosalega hægt en verða geggjaður þegar líður á hann. Báðir þurfa líklega að heimsækja bráðamóttökuna eftir þetta. Chandler vinnur eftir dómaraákvörðun.

Fluguvigt kvenna: Joanne Calderwood gegn Jessica Eye

Til að vera alveg hreinskilinn þá finnst mér smá skrítið að þessi bardagi sé þriðji síðasti bardaginn á svona stórum viðburði. Báðar búnar að tapa tveimur af síðustu þremur bardögum og Jessica Eye hefur ekki náð vigt í síðustu tveimur bardögum.

En að bardaganum, Calderwood er striker sem vinnur úr fjarlægð og skorar með höggum en er þekkt fyrir að tapa smá óvart á gólfinu í glímu. Ekkert svakalega sterk þar.

Jessica Eye á örugglega eftir að klikka á vigtinni aftur (allt er þegar þrennt er) en bardaginn á eftir að vera smá fram og til baka á fótunum þar til Eye nær Calderwood niður. Jessica Eye vinnur eftir dómaraákvörðun eða með uppgjafartaki seint í bardaganum.

Léttvigt: Matt Frevola gegn Ottman Azaitar

Þessi bardagi öskrar bara fjör og mögulegt fight of the night. Frevola meira well rounded grapplerinn í þessum bardaga móti knockout vélinni Bulldozer Azaitar.

Plan Frevola verður að reyna draga bardagann eins lengi og hann getur til að ná að klóra út dómarákvörðun eða uppgjafartak seint. Því miður fyrir hann er Azaitar á siglingu eftir 12 af 13 sigrum með stoppi og flest í fyrstu lotu. Ottoman Azaitar vinnur með TKO í fyrstu lotu.

*UPPFÆRT* Ottman Azaitar getur ekki barist og fer Frevola á móti Arman Tsarukyan í staðinn.

Strávigt kvenna: Marina Rodriguez gegn Amanda Ribas

Rodriguez er öflugur striker med rosa aggressíft Muay Thai þar sem hún pressar mikið og slær fléttum, rosa góð að spotta þegar hún meiðir andstæðingana en er hræddur um að það skipti ekki máli í þessum bardaga. Ribas er með svart belti í BJJ og júdó og rosa well rounded, mjög spennandi efni.

Held að bardaginn eigi eftir að þróast þannig að þetta verði standandi bardagi þar til Rodriguez gefur Ribas opnun á fellu og út frá þvi verður hún grinduð niður og tapar eftir dómaraákvörðun. Ribas vinnur eftir dómaraákvörðun.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular