spot_img
Tuesday, February 25, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxSpennandi ár framundan hjá Kolbeini

Spennandi ár framundan hjá Kolbeini

Kolbeinn Kristinsson (17 – 0) atvinnumaður í hnefaleikum átti hrikalega gott ár í fyrra og hefur það opnað á spennandi möguleika og tilboð á nýja árinu. Kolbeinn barðist þrisvar sinnum í fyrra og tókst að klára alla andstæðingana sína með yfirburðum í hringnum. Eftir að hafa unnið Baltic Union-titilinn í Finnlandi um mitt sumar byrjuðu ný og ný tilboð að berast Kolbeini sem fékk það luxusvandamál að velja og hafna. Kolbeinn veit að hann þarf að vanda valið vel og passa að stiga ekki feilspor í íþróttaheimi sem getur reynst varhugaverður auk þess sem hann þarf að hugsa vel um sjálfan sig enda er keppnin mjög hörð á toppnum og hver andstæðingur hættulegri en sá síðasti.

Kolbeinn barðist gegn Pavlo Krolenko, Mika Mielonen, og Piotr Cwik á síðasta ári en þeir gáfust allir þrír upp í bardaganum á milli lotna og fékk Kolli dæmdan RTD sigra í ferilskrána. RTD þýðir einfaldlega að andstæðingurinn hafi neitað að hefja bardagann að nýju eftir að lota endar. Kolli var vitaskuld ánægður með titilinn og beltið sem hann vann gegn Pavlo Krolenko í júní í fyrra en sagði beint eftir bardagann að draumurinn og stefnan væri mun hærri og stærri en Baltic Union-beltið og byrjaði strax að undirbúa sig fyrir næsta bardaga, sem var viðureignin gegn Mika Mielonen í Helsinki. Bardaginn gegn Mika var lúmskur en Kolli var með yfirhöndina allan tímann. Kolli lenti ekki í vandræðum fyrir en hann mætti Piotr Cwik og gömul meiðsli skutu honum skelk í bringu. En Kolbeinn lenti góðu upphöggi á Piotr í fyrstu lotu og nefbraut Piotr sem dró sig úr bardaganum eftir fyrstu lotu.

Spennandi ár fram undan

Eftir sigurinn á Piotr Cwik fóru ýmis tilboð að berast Kolla, svo sem möguleg ferð til Japans þar sem hávaxinn og fúlskeggjaður Íslendingur þótti góð markaðsvara, áður en Kolli barðist í Piotr fékk hann möguleikann á því að berjast á risastóru kvöldi í Bretlandi en hefði þá þurft að hefja æfingarbúðir samstundis sem hentaði einfaldlega ekki á þeim stað og stundu.

Það stóð svo til að Kolbeinn færi til Rússlands en þar var honum boðinn bardagi gegn andstæðing sem hann taldi sig geta sigrað auðveldlega. Verðlaunaféð yrði 5 milljónir króna í beinhörðum peningum og greitt út í dollurum. Kolbeinn segist hafa velt þessu fyrir sér en svo misst áhugann á tilboðinu með tímanum.

Ætlar að berjast í apríl eða maí

Eins og staðan er núna er Kolbeinn með tvö járn í eldinum. Fyrra tilboðið er um brwyt-þungavigtartitilinn í Austurríki. Með sigri gæti Kolbeinn sótt sitt annað belti og í þetta skipti væri það mun stærra en Baltic Union-beltið sem hann vann síðastliðið sumar. Titillinn myndi fleyta Kolbeini mjög hátt á listann yfir eftirtektaverðustu þungavigtarkappa í heiminum enda er mikil athygli og möguleikar sem fylgja beltinu. Titillinn myndi valda öðrum vatnaskilum í ferlinum hans Kolbeins og opna möguleikann á vænum launadegi seinna meir.

Kolbeini stendur einnig til boða að berjast á DAZN sem hefur tekið við af Showtime Boxing sem stærsti sýningaraðilinn í hnefaleikaheiminum. Allir stærstu bardagarnir eru sýndir á DAZN og væri Kolbeinn þá líklega kominn með annan fótinn til Saudi Arabíu og væri líklegur til þess að berjast á feikistóru PPV-kvöldi ef hann stendur sig vel í frumraun sinni á DAZN. Um er að ræða pláss á Big Time Boxing-kvöldi sem er dagskráliður sem er sýndir ca. 5 sinnum á ári.

Kolbeinn hefur í auknum mæli annast sín mál sjálfur og notast minna við umboðsmenn og aðra hjálpara en áður. Kolbeinn er með kröfur sem hann víkur ekki frá og því þurfum við að bíða og sjá hvort að mótshaldarar í Bandaríkjunum samþykki kröfurnar hans Kolbeins áður en hann skrifar undir. Kolbeinn gerir til að mynda kröfu um að berjast tíu lotu bardaga og ekkert minna en það.  Þá er bara spurning hvort andstæðingurinn hafi dug og þor til skrifa undir slíka hættuför.

Kolbeinn segist helst vilja berjast þrisvar á árinu eða tvo stóra bardaga.

Gott að hafa fengið langþráða pásu

Kolbeinn er um þessar mundir að hefja æfingar aftur en hann hætti að æfa eftir bardagann gegn Piotr Cwik. Síðasta árið var langt og kominn tími á að gefa líkamanum verðskuldað frí.

„6. janúar byrjaði ég að æfa aftur. Byrjaði á byrjun. Var búinn að vera að æfa eiginlega samfleytt síðan í COVID. Glasið er einhvern veginn alltaf fullt, smám saman tæmir maður aðeins úr því og byrjar aftur. Núna tæmdi ég bara alveg úr glasinu og gerði ekki neitt. Þetta er í fyrsta skipti sem ég geri ekki neitt í mánuð án þess að vera í einhverju þunglyndi, skilurðu.“

Kolbeinn meiddist í æfingabúðum í Þýskalandi þegar honum var flogið út til að æfa með félaga sínum sem var að undirbúa sig fyrir bardaga. Kolbeinn hlaut væg meiðsli á liðþófa og bar aðeins á því í bardaganum í Piotr. Kolbeinn missti aðeins undan sér fótinn og neyddist til að detta í kaðlana um stund á meðan hann mat stöðuna.

„Ég meiddist í vinstri olnboganum á sínum tíma en það var af því að ég var að slá jabbið 98% rétt. Þannig að þá ertu að gera 1 – 2 % villu þúsund sinnum sem bítur þig svo í rassinn seinna. Pásan hefur verið mjög góð.“

Kolbeinn var mjög léttur og hress í viðtali við MMA Fréttir þegar hann ræddi um hvíldina og komandi ár

„Púslinn er orðinn betri. Áreynslupúlsinn hækkaði og ég er bara eins og ég tvítugur. Allt í kringum æfingar er betra og það er hrikalega gott að byrja að æfa alveg frá byrjun. Byrjum að æfa fundamentals og byggjum okkur svo upp.“

Kolbeinn sinnir núna Bikarmótaröð HNÍ sem fer fram dagana 25. janúar, 8. febrúar og 22. febrúar þar sem ný kynslóð hnefaleikafólks vinnur sér inn þátttökurétt á Íslandsmeistaramótinu og möguleikann á því að verða hnefaleikakonungur og drottning landsins. Kolbeinn er mótsstjóri og sér um að raða saman viðureignum. Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með vinnubrögðunum hans Kolbeins utan hringsins ættu að gera sér leið á mótið

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_imgspot_imgspot_imgspot_img

Mest Lesið