Tuesday, September 10, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxStærsti bardagi íslenskrar hnefaleikasögu er á þriðjudaginn!

Stærsti bardagi íslenskrar hnefaleikasögu er á þriðjudaginn!

Það er loksins komið að því! Bardaginn milli Kolbeins Kristinssonar (15 – 0) gegn Mika Mielonen fer fram á þriðjudaginn í Helsinki. Kolbeinn „The Icebear“ leggur af stað til Finnlands á sunnudaginn og fær einn heilan dag til að njóta sín í Helsinki áður en hann mætir Mika. Sigur í bardaganum er hrikalega þýðingarmikill fyrir Kolbein sem brýst upp í topp 80. listann yfir efnilegustu þungavigtarmenn í heiminum ef hann sækir sigurinn. Til að orða þetta pent – Next stop Hollywood!

Allt undir og geggjuð stemning.

Fimmta lotan, bardagahlaðvarpið, mun halda áhorfsteiti í Minigarðinum á þriðjudaginn. Búast má við því að bardagakvöldið sjálft byrji um Þrjúleytið og Kolli stígi inn í hringinn í kringum 18.00 / 19:00 að íslenskum tíma. Það liggur því vel við höggi að kíkja á stemninguna eftir vinnu á þriðjudaginn og styðja okkar mann.

Alls eru 7 bardagar á dagsrká

MIKA MIELONEN vs. KOLBEINN KRISTINSSON
OLAVI HAGERT vs. DIMITRI PROTKUNAS
HENRI MALMSTRÖM vs. LUKASZ KUC
JAMIL ELO vs. KONSTANTIN USKOV
JESSE JOUHKI vs. JAROSLAV KUZOMA
JOONATAN JOUHKI vs. ARTJOM SPATAR
KRISTIAN ASULA vs. OLEG IVANOV

Þeir sem vilja gera gott betur en að mæta á Minigarðinn og mæta á viðburðinn sjálfan geta fundið miða hér: https://www.lippu.fi/en/artist/kisahalli-fight-night/

Langur aðdragandi

Eins og alþjóð veit þá átti bardaginn gegn Mika að fara fram í júní fyrr í sumar. Mika þurfti hins vegar að draga sig úr bardaganum vegna veikinda sólarhring fyrir stóru stundina. Kolli barðist þá við Krolenko sem steig inn með stuttum fyrirvara. Bardaginn gegn Mika var þá settur upp á nýtt og átti að fara fram í finnska bænum Savonlinna í ágúst. Þeirri viðureign var hins vegar frestað. Mótshaldarinn efaðist allt í einu um að boxbardagi í litlum smábæ rétt utan við landamæri Rússlands og 3,5 tíma frá höfuðborginni væri góð hugmynd.

Allt er þrennt er – Bardaginn fer fram 3. september í Helsinki og er ólíklegt að einhverjar breytingar verði á því. Á áttunda og níunda áratugnum tíðkaðist að halda þriðjudags-boxkvöld í Helsinki. Vonandi upplifa heimamennirnir nostalgíukast á Ólympíuleikvanginum í Töhöö næstkomandi þriðjudag.

Mótshaldararnir hafa lagt aukapúður í sýninguna eftir að hafa frestað henni í ágúst. Við fáum fleiri bardaga, í betri borg og á glæsilegum leikvangi.

Mika Mielonen er ekkert letidýr

Mika Mielonen er líklega ekki á allra manna vörum hér á Íslandi en í boxheiminum er hann þekktur fyrir stífar æfingar og mikla vinnusemi. Mika er best lýst sem lágvöxnum nagg sem hefur hrikalega mikinn kraft í höndunum. Orðrómurinn á götunni var sá að Mika hefði æft of mikið fyrir bardagann gegn Kolla og mögulega veikst vegna þess.

Mika er 7 – 1 sem atvinnumaður í hnefaleikum. Tapið kom gegn finnsku stjörnunni Robert Helenius sem er ein af efnilegustu hnefaleikamönnum sem Finnland hefur gefið af sér.

Mika er góður andstæðingur fyrir Kolla sem mun þurfa að hafa sig allan við til þess að leggja hann af velli.

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular