Tuesday, September 10, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeInnlentNorðurlandamótið í MMA hefst í dag, föstudag

Norðurlandamótið í MMA hefst í dag, föstudag

Norðurlandamótið í MMA verður haldið í Glostrup, Danmörku um helgina. Um er að ræða tveggja daga mót þar sem keppendur á föstudeginum geta unnið sér inn úrslitabardaga á laugardeginum. Mótið er ekki opið hverjum sem er. Aðeins þátttakendur frá Norðurlandi eru gjaldgengir inn á mótið og verða þeir einnig að vera hluti af landsliði og með leyfi frá landsliðsþjálfara. Strákarnir frá Mjölni munu berjast fyrir hönd Íslands á mótinu og senda þeir feikisterkt lið út.

Íslenska landsliðið skipa Mikael Aclipen, Aron Franz, Julius Bernsdorf og Logi Geirsson.

Mótið er samvinna milli DMMA (Danish Mixed Martial Arts Federation) og MMA Galla, sem er reyndur mótshaldari í Danmörku. Mótinu verður streymt á Pluto.Tv en það virðist því miður ekki vera aðgengilegt fyrir okkur Íslendinga. Við gætum því þurft að leita einhverra krókaleiða eða nota VPN til þess að horfa á strákana. Streymið mun sýna frá aðalbardögunum á laugardagskvöldinu í beinni útsendingu en upphitunarbardagarnir verða einungis í boði í endursýningu, samkvæmt því sem kemur fram á Instagram-síðu mótshaldarans.

Mikael Aclipen (Welterweight) mætir Theo Kolehmainen

Í kvöld, föstudag, mætir Mikael Aclipen Finnanum Theo Kolehmainen. Kolehmainen er 3-4 sem áhugamaður í MMA og hefur keppt undir IMMAF reglum tvisvar sinnum áður. Hann er reynslumeiri en Mikael en er þessa stundina búinn að tapa síðustu tveimur bardögum.

Aron Franz mætir heimamanninum Sigurd Axel Rømer

Aron Franz (Lightweight) stígur inn í búrið í kvöld gegn heimamanninum Sigurd Axel Rømer sem er 2 – 1 sem áhugamaður í MMA. Rømer hefur keppt alla sína bardaga fyrir MMA Galla-samtökin og verður engin breyting á þeirri hefð hjá honum í kvöld. Aron Franz mætti síðast Rafal Barnus og sigraði hann sannfærandi.

Með sigri í kvöld geta strákarnir tryggt sér pláss í úrslitaviðureigninni sem fer fram á laugardaginn.

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular