spot_img
Monday, January 6, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeInnlentSteinar Bergsson tapaði gegn lærisveini Jack Hermansson

Steinar Bergsson tapaði gegn lærisveini Jack Hermansson

Steinar Bergsson var fyrstur Mjölnismanna inní búr á Battle Arena 83 í Northampton í dag. Hann mætti norðmanninum Samir Noor sem æfir undir UFC millivigtarbardagamanninum Jack Hermansson.

Steinar sem var að þreyta frumraun sína í MMA byrjaði 1. lotu ágætlega og virkaði ferskur. Hann lenti góðum stungum og spörkum upp miðjuna en var keyrður upp við búrið og lenti í vandræðum í glímunni stóran part af 1. lotu.

Þegar Noor reyndi að keyra Steinar upp við búrið í 2. lotu náði Steinar að hóta Guillotine sem er einmitt hans uppáhalds uppgjafartak og leit út í smástund eins og það væri sokkið djúpt inn en hann gat a.m.k. nýtt sér það til þess að ná aðskilnaði við andstæðinginn.
Noor reyndi aftur að keyra Steinar upp við búrið þar sem hann virtist vera með yfirburði en Steinar gerði vel og sneri glímunni við. Þegar Noor var við það að komast á lappir hótaði Steinar standandi rear naked choke sem var skemmtilegt að sjá en virkaði þó ekki.

Noor tókst aftur að setja Steinar í vandræði með glímutilburðum í 3. lotu og sigraði bardagann á einróma dómaraákvörðun.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular