spot_img
Wednesday, December 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSteindi Jr. og Bjarki Ómars spá fyrir UFC 254

Steindi Jr. og Bjarki Ómars spá fyrir UFC 254

UFC 254 fer fram um helgina þar sem þeir Khabib Nurmagomedov og Justin Gaethje mætast í aðalbardaga kvöldsins. Þeir Steindi Jr. og Bjarki Ómars gáfu upp sína spá fyrir stærstu bardaga helgarinnar í Tappvarpinu.

Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Khabib Nurmagomedov og Justin Gaethje um léttvigtartitil UFC. Gestir þáttarins í Tappvarpi vikunnar voru þeir Bjarki Ómarsson, atvinnubardagamaður, og Steinþór Hróar Steinþórsson, MMA fíkill. Báðir eru þeir gríðarlega spenntir fyrir helginni og skulum við kíkja á spá þeirra fyrir tvo stærstu bardaga kvöldsins. Þeir Steindi og Bjarki spá í alla bardagana á aðalhluta bardagakvöldsins í þættinum.

Khabib Nurmagomedov gegn Justin Gaethje

Bjarki Ómarsson: Núna er ég búinn að vera aðeins að skoða þetta og oft breytist þetta þegar við förum að tala um þetta. Ég er búinn að halda mig við þessa spá síðustu tvo daga. Ég held að þetta sé TKO hjá Gaethje, svolítið snemma í 2. eða 3. lotu. Þetta verður aðeins erfiðara fyrir Khabib að taka Gaethje niður. Hann er góður wrestler, betri en Dustin Poirier. Þegar Gaethje er tekinn niður þá forðast hann gólfið eins og eldinn, verður algjört scramble og ég fíla það. Svo verður Khabib orðinn smá þreyttur við að skjóta á hann, og þá held ég að Gaethje byrji smá að berja hann. Og ég held hann verði ekkert það lengi að því. Held að þetta verði svona „úúu þetta er það sem við héldum að Conor myndi gera“. En síðan er Gaethje bara kannski hengdur strax. En ég er allavegna ekki að fara að setja 20.000 kall á þetta.

Steindi: Þetta er erfitt kort til að betta á. Ég er með þetta öfugt við Bjarka. Ég er samt sammála, held það verði erfitt að taka Gaethje niður og þetta verði alveg maus. Ekki jafn létt og alltaf. En ég held að Khabib nái honum svo bara niður og þetta verði bara sama sagan, gerist trekk í trekk. Ég held basicly að Khabib sé besti MMA bardagamaður sem uppi hefur verið, ég ætla að segja það. Ég veit alveg að það eru margir brjálaðir núna en ég ætla að segja það overall. Held það sé enginn í lightweight sem er nokkurn tímann að fara að vinna hann, þótt hann ætli að vera 35-0 þá gæti hann það.

Ég held að hann geri þetta mission sitt, taki 30-0 og ég held að þetta verði bara svipaður bardagi og alltaf. Ég er alveg að flakka á milli hvort þetta fari í dómaraákvörðun eða hvort að þetta verði submission í 4. lotu. Og ég ætla að segja submission í fjórðu hjá Khabib.

Robert Whittaker gegn Jared Cannonier

Bjarki: Ég held bara að þetta sé eitthvað skemmtilegt. Held að þetta sé 1. lota, Cannonier bombar hann. Hann vankast alltaf hann Robert Whittaker. Adesanya kláraði hann eiginlega tvisvar. Þannig að ég held að Cannonier bombi hann niður bara í 1. lotu.

Steindi: Ég væri til í að hoppa á þessa spá, mér finnst hún mjög sexy en ég ætla að gera eitthvað öðruvísi og hef líka sterkan grun um að þetta gæti gerst. Ég held að Whittaker mæti mjög focused, haldi fjarlægð og passi sig extra vel á honum. Og þetta verði dómaraákvörðun fyrir Whittaker.

Hlusta má á þáttinn í öllum helstu hlaðvarpsveitum þar sem þeir Bjarki og Steindi fara ítarlega yfir bardagakvöldið.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular