spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentStipe Miocic mætir Francis Ngannou aftur í mars

Stipe Miocic mætir Francis Ngannou aftur í mars

Næsti titilbardagi í þungavigtinni verður í mars. Dana White greindi frá titilbardaga Stipe Miocic og Francis Ngannou í gær.

Á blaðamannafundinum eftir UFC Fight Island 7 í gærkvöldi upplýsti Dana White, forseti UFC, að hann væri að setja saman titilbardaga í þungavigtinni milli Stipe Miocic og Francis Ngannou. Bardaginn verður aðalbardaginn á UFC 260 sem fer fram þann 27. mars.

Þetta er endurat frá fyrri bardaga þeirra frá árinu 2018 þar sem Miocic sigraði á stigum. Eftir tap í næsta bardaga eftir titilbardagann hefur Ngannou unnið fjóra bardaga – allt með rothöggi í 1. lotu.

Bardaginn verður aðalbardaginn á UFC 260 á eftir titilbardaga í fjaðurvigt á milli Alexander Volkanovski og Brian Ortega.

Það virðist því vera að Jon Jones fái ekki titilbardagann á undan Ngannou en sá síðarnefndi hafði að því virðist litlar áhyggjur af því að Jones myndi hrifsa af sér titilbardagann sem Ngannou hafði beðið eftir í rúmlega þrjú ár.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular