spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentStipe Miocic mætir Francis Ngannou í janúar

Stipe Miocic mætir Francis Ngannou í janúar

Næsta titilvörn Stipe Miocic fer fram í janúar gegn Francis Ngannou. Bardaginn fer fram á UFC 220 þann 20. janúar.

UFC ætlar að byrja næsta ár vel. Strax í janúar fáum við titilbardaga í þungavigtinni.

Ríkjandi meistari, Stipe Miocic, hefur ekkert barist síðan hann sigraði Junior dos Santos í maí. Síðan þá hefur hann átt í samningadeilum við UFC þar sem tveir síðustu áskorendur hans (dos Santos og Alistair Overeem) fengu betur greitt en hann. Samningadeilunum lauk á dögunum og er næsta titilvörn hans komin á hreint.

Miocic er með tvær titilvarnir í röð sem þungavigtarmeistari UFC en með sigri á Ngannou bætir hann met yfir flestar titilvarnir í sögu þungavigtarinnar í UFC.

Francis Ngannou hefur komið inn með hvelli í UFC. Hann hefur klárað alla sex bardaga sína í UFC en nú síðast sáum við hann rota Alistair Overeem um síðustu helgi. Hann tekur sér því litla hvíld milli bardaga en aðeins sex vikur eru í titilbardagann.

UFC 220 fer fram í Boston og stefnir í fantagott kvöld. Á dögunum staðfesti UFC titilbardaga Daniel Cormier og Volkan Oezdemir í léttþungavigt.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular