spot_img
Saturday, December 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaSunna Rannveig og Sigrún Helga Evrópumeistarar

Sunna Rannveig og Sigrún Helga Evrópumeistarar

sunna rannveig
Sunna Rannveig er Evrópumeistari. Mynd tekin af Facebook síðu BJÍ.

Þriðji dagur Evrópumeistaramótins í brasilísku jiu-jitsu fór fram í dag. Sjö íslenskir keppendur kepptu í dag en Sunna Rannveig Davíðsdóttir úr Mjölni varð Evrópumeistari.

Í dag fór fram keppni í eldri aldursflokkunum (yfir 30 ára). Jón Kolbeinsson úr Gracie Barra var fyrstur á vað af íslensku keppendunum en hann keppti í blábeltingaflokki 30-35 ára. Jón tapaði fyrstu glímu sinni á refsistigi og var því úr leik.

Næst á gólfið var Sunna Rannveig Davíðsdóttir úr Mjölni. Hún keppti í flokki blábeltinga á aldrinum 30-35 ára og átti vægast sagt góðan dag. Í hennar fyrstu glímu lenti hún á móti margverðlaunaðri júdókonu. Andstæðingur hennar náði tveimur góðum köstum og var því fjórum stigum yfir. Sunna hélt áfram að berjast og það skilaði sér þegar hún náði „armbar“ þegar mínúta var eftir. Hún sigraði einnig undanúrslitaglímuna eftir „armbar“ og því komin í úrslit. Í úrslitunum tryggði hún sér Evrópumeistaratitilinn með því að sigra andstæðinginn sinn 4-0 og var þar með Evrópumeistari blábeltinga 30-35 ára, -58 kg.

Pétur Jónasson úr Mjölni keppti í flokku fjólublábeltinga 30-35 ára. Pétur vann fyrstu glímuna sína örugglega en sú næsta var æsispennandi. Þegar mínúta var eftir var andstæðingurinn tveimur aukastigum yfir. Pétur náði þó að passa „guardið“ hjá andstæðingi sínum og fékk „knee ride“ og vann 5-0. Í 8-manna úrslitum tapaði Pétur naumlega með tveimur stigum og datt því út.

Óli Haukur Valtýsson úr Gracie Barra keppti í flokki fjólublábeltinga 40-45 ára. Fyrsta glíman hans hefði ekki getað verið tæpari en Óli tapaði glímunni á dómaraúrskurði. Vignir Már Sævarsson úr Frontline Academy keppti í sama aldursflokki en tapaði fyrstu glímunni sinni á einu „sweepi“.

Sigrún Helga Lund úr Mjölni keppti í flokki fjólublábeltinga í -74 kg flokki. Þær voru aðeins tvær í flokknum en Sigrún sigraði glímuna sína 3-0 og varð þar með Evrópumeistari. Frábær árangur hjá henni en Sigrún er formaður BJÍ.

Ása Guðmundsdóttir úr Fenri fékk engan andstæðing í flokki blábeltinga yfir 74 kg en skráði sig í opna flokkinn. Í opna flokkinum gekk henni vel og vann hún fyrstu tvær glímur sínar og komst í undanúrslit. Ása tapaði í undanúrslitunum á hengingu og hafnaði því í 3. sæti í opnum flokki. Frábær árangur hjá henni og enn ein verðlaunin til Íslendinga.

Verðlaunin hrannast inn en á morgun keppa tveir Mjölnismenn í flokki unglinga.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular