Monday, June 24, 2024
spot_img
HomeForsíðaNokkrar ástæður til að horfa á UFC on Fox: Gustafsson vs. Johnson

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC on Fox: Gustafsson vs. Johnson

ufc-on-fox-14-full-fight-card-gustafsson-johnson-660x330Næsta laugardagskvöld fer UFC on Fox: Gustafsson vs. Johnson fram í Stokkhólmi í Svíþjóð. Í aðalbardaga kvöldsins mætir Svíinn Alexander Gustafsson Bandaríkjamanninum Anthony Johnson í bardaga sem sker úr um hver fær næsta titilbardaga gegn léttþungavigtarmeistaranum Jon Jones.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 21 á Fight Pass, en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 1 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

  • Haldið á fótboltaleikvangi: Í annað skipti í sögu UFC verður viðburðurinn haldinn á fótboltaleikvangi, en það var fyrst gert á UFC 129. Þar voru rúmlega 55 þúsund áhorfendur en næst fjölsóttasti UFC-viðburður sögunnar var UFC 124, með 23.152 áhorfendur. Leikvangurinn í Stokkhólmi tekur um 33.000 manns í sæti, svo þetta gæti orðið næst fjölsóttasti UFC-viðburður allra tíma.
  • Hver fær titilbardaga gegn Jones næst? Enginn hefur komið léttþungavigtarmeistaranum Jon Jones í jafn mikil vandræði og Alexander Gustafsson. Hann átti að fá annan bardaga í fyrra en meiðsli ollu því að Jones útkljáði málin við Daniel Cormier fyrst. Með því að sigra Johnson tryggir Gustafsson sér annað tækifæri til að ná léttþungavigtartitlinum af Jones. Nú þegar Anthony Johnson er kominn í léttþungavigt lítur hann betur út en nokkru sinni fyrr. Hann hefur unnið níu bardaga í röð og gjörsigraði Phil Davis og Antonio Rogerio Nogueira í UFC. Johnson gæti sjálfur komist fremst í röðina með sigri á Gustafsson.
  • Síðustu metrar Henderson? Dan Henderson er orðinn 44 ára gamall en keppir enn við þá bestu í heimi. Hann er þó farinn að bera aldurinn með sér og hefur bara unnið einn af síðustu fimm bardögum sínum. Enn eitt tapið gæti bundið enda á ótrúlega farsælan feril hans. Henderson kemur niður í millivigt til að mæta Gegard Mousasi, sem hefur unnið tvo af fjórum bardögum sínum í UFC. Miklar vonir voru bundnar við sparkboxarann Mousasi svo árangur hans hefur ollið nokkrum vonbrigðum. Hann þarf sigur gegn Henderson til að byggja upp orðspor sitt og skora á þá bestu í heimi.
  • Hver kemst í toppbaráttuna? Ryan Bader hefur unnið þrjá bardaga í röð og Phil Davis pakkaði saman Glover Teixeira eftir tap gegn Anthony Johnson. Bæði Bader og Davis var spáð bjartri framtíð þegar þeir komu inn í UFC en hefur mistekist að halda sér á toppnum. Sá sem vinnur blandar sér í toppbaráttuna í léttþungavigt á ný.
  • Fylgstu með: Mirsad Bektic er spáð miklum frama í MMA en hann berst sinn 2. UFC bardaga annað kvöld. Bektic æfir hjá American Top Team og mætir Íranum Paul Redmond. Bektic berst í fjaðurvigt og verður gaman að sjá hvernig honum mun ganga annað kvöld.
Oddur Freyr Þorsteinsson
Oddur Freyr Þorsteinsson
Greinahöfundur á MMAFréttir.is
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular