spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSunna Rannveig tilnefnd til verðlauna - Vissi ekki af því

Sunna Rannveig tilnefnd til verðlauna – Vissi ekki af því

Sunna Rannveig Davíðsdóttir
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Sunna Rannveig Davíðsdóttir er tilnefnd sem bardagakona ársins 2015 í áhugamannaflokki af vefsíðunni Wombat Sports. Sigurvegarinn verður krýndur á næstu dögum en vefsíðan einblínir á umfjöllun um bardagaíþróttir kvenna.

Sunna er ein af 12 konum sem eru tilnefndar í flokknum. Meðal þeirra sem eru tilnefndar eru heimsmeistarann frá því í sumar, Jamie Herrington, Evrópumeistarana Sanna Merta, Leah McCourt og Varpu Rinne. Þess má geta að hin finnska Varpu Rinne sigraði Ingu Birnu Ársælsdóttur á Evrópumeistaramótinu í Birmingham í nóvember. Allar konurnar í verðlaunaflokknum voru ósigraðar á árinu.

Sunna Rannveig átti gott ár í fyrra sem hún kórónaði með því að tryggja sér Evrópumeistaratitilinn í sínum flokki í nóvember. Sunna sigraði þrjá bardaga á þremur dögum og varð Evrópumeistari í fluguvigt kvenna. Í maí sigraði hún Helen Copus í Skotlandi og sigraði hún því alla fjóra bardaga sína árið 2015.

Valið er í höndum sérstakrar dómnefndar sem fjalla sérstaklega um bardagaíþróttir kvenna frá hinum ýmsu miðlum. Má þar finna fjölmiðlamenn frá miðlum á borð við Sherdog, Ground and Pound í Þýskalandi, Wombat Sports og fleirum.

Tilnefningarnar birtust á heimasíðu Wombat Sports þann 29. desember en Sunna vissi ekki af tilnefningunni fyrr en í dag. Sunna tók eftir tilnefningunni er hún opnaði Twitter í fyrsta sinn í smá tíma.

Tilnefningarnar í hennar flokki má sjá hér:

WMMA Press Awards Amateur Fighter 2015 Nominees

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular