spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaSunna Rannveig nýliði ársins í Incivta!

Sunna Rannveig nýliði ársins í Incivta!

Sunna Rannveig Davíðsdóttir
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Sunna Rannveig Davíðsdóttir var kosin nýliði ársins í Invicta FC bardagasamtökunum. Úrslitin voru kunngjörð í dag.

Aðdáendur gátu kosið nýliði ársins og bar Sunna sigurorð úr könnuninni eftir baráttu við fimm aðrar stelpur.

Mikill barningur var um atkvæðin og var greinilegt að stuðningsmenn þeirra sem tilnefndar voru ætluðu ekki að gefa neitt eftir í baráttunni. Lífleg umræða var á samfélagsmiðlum og stuðningsmenn Sunnu, bæði hér á Íslandi sem og víðsvegar um heiminn létu sitt ekki eftir liggja.

Sunna barðist sinn fyrsta atvinnubardaga og fyrsta bardaga sinn í Invicta í september. Þá sigraði hún Ashley Greenway eftir dómaraákvörðun og var sigurinn aldrei í hættu. Sunna var að vonum ánægð með kosningunni.

„Ég er eiginlega bara orðlaus yfir þessu. Ég er svo þakklát og mér þykir svo vænt um allan þennan stuðning sem ég finn. Ég hlýt vera að gera eitthvað rétt í lífi mínu fyrst stuðningurinn er svona mikill. Vinir mínir og liðsfélagar voru duglegir að senda á mig skjámyndir af þeirri umræðu sem var í gangi og héldu mér rækilega upplýstri um stöðu mála. Mér hlýnar um hjartaræturnar af tilhugsuninni um þetta og ég er staðráðin í að launa þennan stuðning með því að halda áfram að leggja hart að mér og standa mig vel í minni íþrótt,” segir Sunna er fram kemur í fréttatilkynninug.

Þessi viðurkenning hefur mikla þýðingu fyrir Sunnu sem gæti opnað fleiri dyr fyrir henni og þá sérstaklega í Bandaríkjunum. „Fyrir það fyrsta þá sýnir þetta að ég hef öfluga fylgjendur sem eru með á nótunum. Flestar stelpurnar sem berjast hjá Invicta eru búsettar í Bandaríkjunum og minni kostnaður fyrir sambandið að fljúga þeim á milli staða til að berjast. Þetta er ágæt áminning til þeirra um það að það er þess virði að fljúga mér yfir höfin blá.“

Sunna Rannveig

„Þetta setur svo aðeins stærra skotmark á hausinn á mér og gerir alla markaðsetningu fyrir mína bardaga markvissari. Að ég sé ‘Nýliði ársins’ verður í umræðunni og setur pressu á mig að standa undir væntingum. Ég er sko vel rúmlega til í það. Að lokum þá er þetta bara frábær kynning á mér gagnvart þeim sem eru að fylgjast með íþróttinni. Þetta gerir mig aðeins eftirminnilegri og eftirtektarverðari.“

Þetta er frábær viðurkenning fyrir Sunnu en nú er henni farið að klæja í hnefana að fara aftur í búrið.

„Nú eru afar góðar líkur á að ég fái bardaga í mars. Það hefur ekki verið staðfest og ég veit ekki hver andstæðingur minn verður en það er allavega verið að ræða málin og þetta lítur vel út. Mig hungrar í meira og mig langar að berjast sem oftast á árinu. Helst ekki minna en þrjá bardaga. Það að ég sé ‘Nýliði ársins’ eykur líkurnar á því að stelpurnar í mínum þyngdarflokki vilji fá tækifæri til að berjast við mig svo þær geti hreykt sig af því að hafa sigrað ‘Nýliða ársins’. Ég er til í að mæta hverri einni og einustu þeirra og sýna þeim að ég á algjörlega heima á þessum vettvangi. Það er engin að fara að valta yfir mig,“ segir Sunna að lokum.

Við óskum Sunnu til hamingju með þetta og hlökkum til að fylgjast með henni á næsta ári.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular