Gunnar Nelson mætti Kevin Holland í fjórða aðalbardaga UFC London. Þetta var langbesti andstæðingur sem Gunnar hefur mætt í síðan Gunnar mætti Gilbert Burns árið 2019.
Gunni tók smá tíma í að finna fjarlægðina í fyrstu lotu og það virtist sem að honum hefði tekist það eftir eina og hálfa mínútu í bardaganum. Hann þurfti þó að borga fyrir það og tók við nokkrum höggum frá Hollandi á þeim tíma. Gunna tókst að ná Holland í gólfið í lotunni eins og við vitum að hann vill gera. Holland var hins vegar hrikalega lunkinn og erfiður að eiga við og átti Gunni erfitt með að eiga við lappirnar á Holland sem hótaði ítrekað triangle, armbar og omoplata uppgjafartökum. Það var ekki auðvelt að stjórna Holland og það skemmtilega atvik átti sér stað í lotunni þegar Gunni stóð upp til að verjast omoplata en Holland fylgdi honum upp með því að hanga á hendinni hans. Undir lok lotunnar náði Holland að lenda hrikalega kraftmikilli hægri hendi á Gunna sem vankaðist og datt í gólfið. Sem betur fer var ekki langt eftir af lotunni enda dundu höggin yfir Gunna. Kevin lenti svo einu höggi á Gunna eftir að lotunni var flautað af. Gunni var sjáanlega vankaður og dansaði smá á leiðinni í hornið sitt.
Það tók Gunna tíma að jafna sig eftir höggið frá Holland og var hann ekki alveg kominn til baka þegar önnur lotan byrjaði. Honum tókst þó að vinna sig inn í bardagann og taka Holland niður og virtist hann ekki jafn hættulegur á baki og í lotunni áður. Þó að Gunna hafi ekki haldið toppstöðunni hálfa lotu tókst honum ekki að lenda miklum skaða gegn Holland sem var virkilega virkur á bakinu.
Þriðja lotan var klárlega besta lotan hans Gunna, sem aftur tók Holland niður og í smá tíma virtist Gunni ætla að klára bardagann með head n arm choke. Holland tókst að halda sér inni í bardaganum og náði Gunni ekki að klára uppgjafartakið sem var þó mjög þétt. Dómarinn þurfti að taka stöðupróf á Holland í tvígang til að vera viss um að hann væri ekki sofnaður.
Bardaginn fór alla leið í dómaraúrskurð þar sem allir dómarar sáu bardagann eins.

Kevin Holland er mjög skemmtilegur bardagamaður sem erfitt er að eiga við. Hann er mjög góður að hugsa á fótunum og bar mikið á því í bardaganum þar sem við sáum mikið af óvanalegum höggum og töktum. Gunni á einn bardaga eftir á samningnum sínum hjá UFC og mun tíminn leiða í ljós hvað tekur við hjá kappanum.