spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentT.J. Dillashaw fær tveggja ára bann

T.J. Dillashaw fær tveggja ára bann

T.J. Dillashaw fékk í dag tveggja ára keppnisbann frá USADA eftir fall á lyfjaprófi. Dillashaw ætlar ekki að áfrýja banninu og mun því ekki berjast fyrr en árið 2021.

Í mars greindi Dillashaw sjálfur frá því að hann ætlaði sér að láta bantamvigtartitil sinn af hendi eftir að lyfjapróf hans sýndi óvenjulegar niðurstöður. Íþróttasambandið í New York setti hann strax í eins árs bann en á þeim tíma fékk almenningur ekki að vita hvaða ólöglega efni fannst í lyfjaprófinu.

Í dag greindi USADA frá því að Dillashaw hefði fengið tveggja ára bann þar sem rHuEPO (recombinant human erythropoietin) fannst í lyfjaprófi hans. Um er að ræða hormón sem örvar framleiðslu líkamans á rauðum blóðkornum sem eykur þar af leiðandi flutning á súrefni og eykur þol. Efnið fannst í lyfjaprófi sem tekið var daginn fyrir bardagann hans gegn Henry Cejudo eða þann 18. janúar síðastliðinn.

Bann Dillashaw klárast því þann 18. janúar árið 2021 en Dillashaw er 33 ára gamall. Dillashaw var ríkjandi bantamvigtarmeistari en reyndi að fara niður í fluguvigt til að verða tvöfaldur meistari fyrr á árinu. Þar tapaði hann fyrir Henry Cejudo eftir aðeins 32 sekúndur. Cejudo mun svo mæta Marlon Moraes á UFC 238 í júní um lausan bantamvigtartitil UFC.

„Ég þekki EPO mjög vel frá því ég rannsakaði hjólreiðaliðin. Þetta efni virkar mjög vel. Þetta er ekki efni sem finnst í menguðum fæðubótarefnum, inntaka efnisins er aðeins gerð með sprautu. Þú þarft að vita hvað þú ert að gera þegar það finnst í líkamanum,“ sagði Jeff Novitzky, yfirmaður heilsu- og íþróttamála hjá UFC, við ESPN.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular