Í nýjasta Tappvarpinu komu þau Sunna ‘Tsunami’ og Hrólfur Ólafsson. Saman fóru þau vel yfir Invicta mótið þegar Sunna keppti þar í maí.
Sunna Rannveig Davíðsdóttir er fremsta bardagakona þjóðarinnar en hún keppti á Phoenix Rising mótinu hjá Invicta í maí. Í þessu 8-kvenna útsláttarmóti lenti Sunna á móti Kailin Curran en eftir hnífjafnan einnar lotu bardaga tapaði Sunna eftir klofna dómaraákvörðun. Curran endaði á að fara alla leið í úrslit þar sem hún tapaði fyrir Brianna Van Buren.
Hrólfur var í horninu hjá Sunnu í Kansas og fóru þau vel yfir allt sem gekk á í Kansas í kringum mótið. Sunna vonast svo til að fá bardaga sem fyrst og þá mögulega gegn Kailin Curran aftur.