spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomePodcastTappvarpið 66. þáttur: Sunna 'Tsunami' og Hrólfur ræða Invicta mótið í maí

Tappvarpið 66. þáttur: Sunna ‘Tsunami’ og Hrólfur ræða Invicta mótið í maí

Í nýjasta Tappvarpinu komu þau Sunna ‘Tsunami’ og Hrólfur Ólafsson. Saman fóru þau vel yfir Invicta mótið þegar Sunna keppti þar í maí.

Sunna Rannveig Davíðsdóttir er fremsta bardagakona þjóðarinnar en hún keppti á Phoenix Rising mótinu hjá Invicta í maí. Í þessu 8-kvenna útsláttarmóti lenti Sunna á móti Kailin Curran en eftir hnífjafnan einnar lotu bardaga tapaði Sunna eftir klofna dómaraákvörðun. Curran endaði á að fara alla leið í úrslit þar sem hún tapaði fyrir Brianna Van Buren.

Hrólfur var í horninu hjá Sunnu í Kansas og fóru þau vel yfir allt sem gekk á í Kansas í kringum mótið. Sunna vonast svo til að fá bardaga sem fyrst og þá mögulega gegn Kailin Curran aftur.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular