Thursday, June 20, 2024
spot_img
HomePodcastUpphitun fyrir UFC 296 - Fimmta Lotan (30:00)

Upphitun fyrir UFC 296 – Fimmta Lotan (30:00)

Upprunalega teymið kom saman aftur og hitaði upp fyrir UFC 296 ásamt því að gera upp viðburði síðustu helgar á léttum nótum. Upphitunin fyrir UFC 296 byrjar á min 30:00.

Drengirnir sem byrjuðu upprunalega sem einfaldir áhugamenn um MMA og þurftu að klára verkefni í hljóðtækninámi og ákváðu því að gera hlaðvarpsþátt, stigu sín fyrstu skref inn í búrinu á Interclub móti hjá Reykjavík MMA. Við byrjum þáttinn á því að ræða okkar fyrstu snertingu við búrið.

Við ræðum svo bardagann hans Aron Franz sem átti frábæri frammistöðu á Golden Ticket síðustu helgi og gerum svo upp Fight Night: Yadong vs. Gutierrez í stuttu máli.

Eftir hálftíma spjall hitum við upp fyrir UFC 296 þar sem að Leon Edwards mætir Colby Covington í aðalbardaga kvöldsins. Við gefum spá, ræðum fréttir og svo er auðvitað Gælunafna-Gettu Betur á sínum stað.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular