Friday, June 21, 2024
spot_img
HomeErlentIan Garry þurfti að draga sig úr bardaganum gegn Vicente Luque (UFC...

Ian Garry þurfti að draga sig úr bardaganum gegn Vicente Luque (UFC 296)

Ian Garry hefur ekki átt 7 dagana sæla undanfarið. Síðasta bakslagið er kvef sem þróaðist í lugnabólgu og er orsökin fyrir því að Ian neyddist til að draga sig úr bardaganum gegn Vicente Luque að sögn UFC. En ekki er allt sem sýnist?

Mikill stormur myndaðist í kringum Ian Garry á internetinu þegar hann byrjaði að rífast við vinsæla youtube stjörnu um samband sitt við konuna sína Layla Macheda Garry. Þannig er mál með vexti að konan hans Ians er 14 árum eldri en hann sjálfur og skrifaði bókina How to be a wag (2012), sem fjallar víst um hvernig konur eigi að ná sér í unga upprennandi íþróttamenn og lifa glamúr lífi í gegnum þá. Ian giftast konunni sinni einu ári eftir að þau kynntust, sem fólki þótti ansi skammur tími og kom svo í ljós seinna að fyrrverandi maðurinn hennar Layla Macheda býr inná heimili þeirra hjóna og starfar sem næringarráðgjafinn hans Ian, þótti það líka ansi furðulegt. Þetta varð allt saman heilmikið mál á netinu á undirbúningstímabilinu hans Ian fyrir bardagann gegn Vicente og var mikil spenna í loftinu um hvort að Ian myndi mæta rétt stemmdur andlega í bardagann, hvernig honum gengi að svara spurningum fjölmiðla og halda haus yfir helgina.

Heppilega tímasett lugnabólga eða lygi til að losna undir pressunni?

Ian gaf út að eftir umtalið á netinu óttaðist hann um öryggið sitt og fjölskyldunnar sinnar. Honum kveið því að geta ekki gengið um og spjallað við fólk í friði þar sem öll spjót beindust að honum sjálfum. Aðdáendur og gagnrýndendur Ians ræða nú hvort að Ian hafi í raun og veru verið veikur eða hvort að drama og umtal fyrir bardagann hafi orðið til þess að hann hafi dregið sig úr bardaganum.

Vicente Luque, fyrrum æfingarfélagi Ians úr Kill Kliff, situr eftir með sárt ennið því ekki hefur tekist að finna nýjan bardaga fyrir Vicente og litlar líkur á því að það takist svo skömmu fyrir stóra kvöldið.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular