Thursday, June 20, 2024
spot_img
HomeErlentBritney Palmer leggur brókina á hilluna (UFC 296) 

Britney Palmer leggur brókina á hilluna (UFC 296) 

Instagram: @brittneypalmer

Britney Palmer mun gleðja og tilkynna um lotur í síðasta skipti núna á UFC 296. Britney Palmer hefur verið ring girl hjá UFC í 16 ár en hefur ákveðið að láta slag standa og einbeita sér að öðru. Um þetta tilkynnti hún á fimmtándu árlegu MMA verðlaunahátíðinni sem haldin var í Las Vegas síðustu helgi. Hún lagði niður brókina sína á sviðinu og skildi hana eftir á þar.

Britney Palmer er fædd 24. Júní 1987 og er líklega mest þekkt sem hringstelpa í UFC, en hún er einnig módel og myndlistamaður. Myndlistina hefur hún nýtt í ýmis góðverk og hefur henni tekist að safna tæpum 14.000.000 kr. til styrkar góðgerðasamtaka á borð við UNICEF, Janie’s Fund, Generation Cure og fl.

Britney kveður nú UFC eftir langan og vel heppnaðan starfsferil innan bardagasamtakanna, en Britney vann Ringcard Girl of the Year verðlaunin árið 2012, 2013, 2019 og 2022. Þegar hún vann verðlaunin árið 2012 endaði hún langvarandi sigurgöngu Arianny Celeste sem hafði sópað upp verðlaununum árin áður. Í dag eiga þær Palmer og Celeste sameiginlegan OnlyFans aðgang sem hefur hlotið miklar vinsældir meðal aðdáenda.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular