Stipe Miocic heldur þungavigtarbeltinu eftir flottan sigur á Daniel Cormier um helgina. Farið var yfir bardagakvöldið í nýjasta Tappvarpinu og þessa mögnuðu trílogíu.
Það var af nógu að ræða í þættinum en meðal efnis var:
- Er Jon Jones loksins að taka skrefið í þungavigt? Hvað verður um Ngannou?
- Alvöru gæði í þungavigt
- Cormier með góðar hendur en Miocic betur undirbúinn
- Hvar voru fellurnar hjá Cormier?
- Augnpotin umdeildu
- Er Cormier í alvöru hættur?
- Lærðum lítið um Sean O’Malley
- Erfitt að búa til stjörnu
- Þungavigtin er á lífi
Þáttinn má hlusta á hér að neðan og í helstu hlaðvarpsveitum.