spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentTarec Saffiedine getur mætt Rick Story um helgina eftir allt saman

Tarec Saffiedine getur mætt Rick Story um helgina eftir allt saman

ufc-singapore-tarec-training_467263_FrontPageFeatureNarrowBelgíski bardagamaðurinn Tarec Saffiedine getur mætt Rick Story um helgina. Saffiedine óttaðist að meiðsli myndu koma í veg fyrir bardagann en svo er ekki.

Á sunnudaginn sagði Saffiedine við MMA Fighting að hann myndi ekki geta barist á UFC bardagakvöldinu nú á sunnudaginn eins og til stóð. Fyrrum Strikeforce meistarinn sagði þetta á sunnudaginn:

„Að öllum líkindum mun ég ekki berjast um helgina. Ég er núna á leiðinni til Vegas til að hitta lækni UFC. Ef UFC getur ekki fundið staðgengil fyrir mig og læknirinn segir að ég sé í lagi gætum við kannski barist eftir tvær vikur. Ég mun vita meira um þetta á morgun [í dag] eftir að ég hitti lækninn.“

Saffiedine fékk skurð á hnéð þegar hann var að reyna að verjast fellu á síðustu æfingunni í æfingabúðunum. Saffiedine skar sig á búrinu og þurfti að sauma spor í hnéð en hnéð er talsvert bólgið.

Í The MMA Hour fyrr í dag kom hins vegar fram að Saffiedine hefur fengið grænt ljós frá lækni UFC og getur mætt Rick Story á sunnudaginn eftir allt saman.

Þetta verður fyrsti bardagi Rick Story síðan hann sigraði Gunnar Nelson í október 2014 en Story hefur glímt við mikil meiðsli.

Bardaginn fer fram á UFC Fight Night 88 á sunnudaginn en bardagakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Thomas Almeida og Cody Garbrandt.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular