spot_img
Friday, January 2, 2026
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeInnlentÞessir voru bestir á árinu

Þessir voru bestir á árinu

Fimmta Lotan, hlaðvarp MMA Frétta, hélt úti hlustendakosningu um það helsta og þá bestu úr bardagaheiminum á árinu. Kosið var í ýmsum flokkum, meðal annars erlendir UFC bardagamenn og íslenskir keppendur. Kosningin var virkilega vinsæl og margar tilnefningar komu í gegnum Instagram-reikning Fimmtu Lotunnar og voru það þeir Logi Geirsson (Mjölnir), Artem Siurkov (Bogatýr) og Stefán Fannar (Mjölnir) sem þóttu bestir í sínum greinum árið 2025. Við Íslendingar eigum atvinnumenn í öllum þremur greinunum en þeir eru teknir út fyrir sviga í kosningunni.

Logi Geirsson – Tveir sannfærandi sigrar og titilbardagi sem féll upp fyrir

Logi Geirsson sigraði tvo bardaga á árinu. Hann byrjaði árið snemma og mætti Shaun Sharif í Skotlandi í mars. Logi sigraði með rothöggi í fyrstu lotu og var þá orðinn 2 – 0 sem áhugamaður í MMA. Eftir góða ferð til Skotlands hélt Logi út til Bretlands þar sem hans beið bardagi gegn Milos Nekic á Battle Arena 85. Milos Nekic er virkilega efnilegur og þurfti Logi virkilega að hafa fyrir sigrinum. Loga tókst að klára bardagann með rear naked choke í þriðju lotu en þetta var ein rosalegasta glímuskemmtun sem sögur fara af á árinu.

Logi lagði svo land undir fót og fór ásamt liðsfélaga sínum Viktori Gunnarssyni til Zagreb á MMA-mót. Þar sigraði Logi þrjá bardaga og var valinn bardagamaður mótsins í sínum flokki.

Undir lok árs var Loga svo boðinn titilbardagi hjá Battle Arena. Mjölnismenn héldu út til Birmingham en því miður hafði komið upp leki í húsnæðinu sem bardagakvöldið átti að vera haldið í og þurfti því að aflýsa viðburðinum. Logi fékk þó stig í kladdann fyrir að hafa farið út og verið tilbúinn í bardagann.

Logi er því bardagamaður ársins að mati Fimmtu Lotunnar með hjálp hlustenda.

Artem Siurkov var óstöðvandi hnefaleikavél á árinu

Baráttan um hnefaleikamann ársins var á milli Artem Siurkov frá Bogatýr og Nóels Freys frá WCBA. Nóel Freyr var valinn hnefaleikamaður ársins hjá Hnefaleikasambandi HNÍ eftir hrikalega gott ár. En hlustendur og dómnefnd Fimmtu lotunnar gáfu heiðurinn til Artem.

Artem var virkilega duglegur á árinu. Hann varð Íslandsmeistari í hnefaleikum í apríl á árinu eftir að hafa staðið sig frábærlega á HFH open fyrr á árinu. Artem sótti svo silfurverðlaun á King of the Ring í Svíþjóð, gull á Olaines Cup í Lettlandi og sigraði bardagann sinn á Icebox, stærsta hnefaleikakvöldi landsins.

Artem keppir í A-class flokki á öllum mótum og lýkur árinu með 9 sigrum og 8 töpum eftir að hafa æft hnefaleika í aðeins 4 ár.

Stefán Fannar sópaði að sér verðlaunum

Glímuskrímslið fræga, Stefán Fannar, er glímumaður ársins 2025 að mati Fimmtu Lotunnar og hlustenda. Stefán glímdi hrikalega mikið á árinu og komst á verðlaunapall alls staðar þar sem hann kom við. Stefán keppti á sjö mótum á árinu.

Hann byrjaði á því að sigra fyrsta Reykjavík Open-mótið sem haldið var í Reykjavík MMA og var þá alveg nýtt á nálinni. Næst sótti Stefán gullið á Mjölnir Open í -77 kg flokki ásamt því að sækja silfrið í opnum flokki. Íslenska sumarið kallaði á glímuferð til Akureyrar þar sem Stefán keppti á Atlantic Open hjá Atlantic BJJ. Stefán sigraði þar -77 kg flokkinn. Íslandsmeistaramótið í Gi var næst á dagskrá og fékk Stefán annað gull og silfur í opnum flokki og það sama mátti segja um Grettismótið í október. Stærstu sigrarnir hans Stefáns komu á IBJJF-móti í Írlandi þar sem hann sótti fern verðlaun fyrir Nogi og Gi-glímur í þyngdarflokknum sínum ásamt opnum flokki.

spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið