spot_img
Saturday, January 11, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeInnlentÞetta þarft þú að vita fyrir kvöldið

Þetta þarft þú að vita fyrir kvöldið

Eins og alþjóð veit mun stærsta bardagakvöld ársins fara fram í kvöld þar sem fjórir strákar frá Reykjavík MMA munu stíga inn í búrið ásamt því að Kolbeinn Kristinsson mun stíga inn í hringinn í Austurríki.

Það verður auðvitað heljarinnar veisla í Minigarðinum, heimavelli bardagaíþrótta á Íslandi, og mælum við með að fólk panti sér borð á þessum glæsilega viðburði. Hér: https://www.minigardurinn.is/vidburdir

Fyrir þá sem ætla ekki á Minigarðinn þá er auðvitað í boði að horfa heima í stofu.

Streymi á bardagann hans Kolbeins má finna hér.

Búast má við því að Kolbeinn stígi inn í hringinn um níuleytið í kvöld. Hnefaleikakvöldinu í Vín er skipt niður í þrjú holl og mun Kolli berjast níunda bardagann í seinna hollinu. Það er erfitt að spá fyrir um nákvæmlega hvenær athyglin fer á Kolla þannig að við mælum með að fólk mæti tímanlega að skjánum.

Reykjavík MMA á Caged SteelKeppnisstaðurinn opnar 17:00 og fyrsti bardagi byrjar líkalega 17:30

Reykjavík MMA á risastórt verkefni fyrir höndum í kvöld. Það eru hvorki meira né minna en þrír titilbardagar á dagskrá.

Fyrir þá sem ætla ekki að mæta á Minigarðinn verða tveir möguleikar á streymi.

mmafrettir.is verður með streymi í opinni dagskrá og mun sýna beint frá viðburðinum með fyrirvara um að allir tækniguðirnir verði með okkur í liði. Það kemur inn ný frétt með streymisglugga þegar viðburðurinn hefst. Ekki verður hægt að komast inn á síðuna frá öðru landi en Íslandi á meðan keppninni stendur.

Ef streymið okkar klikkar þá verður líka hægt að kaupa streymi af mótshaldaranum hérna.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið