spot_img
Wednesday, May 14, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeInnlentÞorgils Eiður með áttunda rothöggið sitt um helgina.

Þorgils Eiður með áttunda rothöggið sitt um helgina.

Muay Thai-atvinnumaðurinn Þorgils Eiður, betur þekktur sem „Tony“, mætti heimamanninum Nongdear Dongmeungkorn um helgina í Jamhod Muay Thay-leikvanginum í Koh Phangan á sunnudaginn. Uppleggið á bardaganum hljóðaði upp á fimm þriggja mínútna lotur en það tók Þorgils aðeins tvær lotur til að finna rétta höggið og binda enda á bardagann.

Þorgils Eiður býr og æfir á Koh Phangnan, Tælandi, ásamt konunni sinni Klöru Valgerði Haraldsdóttur. Saman hafa þau komið sér vel fyrir á eyjunni og athafnast mikið í kringum MMA-gymmið „MMA-Koh Phangan“ ýmist sem þjálfarar, keppendur eða fatahönnuðir.

Þorgils er orðinn ansi vinsæll í Tælandi og fer gott orð af honum frá mótshöldurum, keppendum og áhorfendum. Hann hefur að eigin sögn alltaf borið mikla virðingu fyrir menningu heimamanna og nálgun þeirra á íþróttinni. Til dæmis fer hann listilega með Wai Kru-athöfnina fyrir alla bardaga, sem er eins konar bardagadans til að virða íþróttina.

Bardaginn hans Þorgils „Tony“ var aðalbardagi kvöldsins og var leikvangurinn smekkfullur af heimamönnum, ferðamönnum og spenntum veðmálamógulum sem veifuðu seðlum í loftið til að veðja á Þorgils.

Fyrsta lota var tíðindamikil. Báðum keppendum tókst að sparka fótunum undan andstæðingnum sínum og lentu báðir flottum spörkum í krokkinn. Þorgils var mjög ákveðinn í bardaganum og svaraði öllum árásum frá Nongdear með miklum krafti. Þannig tókst Þorgils að ná yfirráðum í hringnum á fyrstu mínútu þangað til bardaganum lauk.

Snemma í annarri lotu lendir Þorgils svakalega vel heppnuðu hné í skrokkinn á Nongdrear sem þurfti svo ca 1,5 sekúndu til að hníga niður. Dómarinn stokk fyrir og veifaði bardaganum af og var Þorgils krýndur sigurvegari.

Viðtal við Þorgils eftir bardagann má finna á Instagram reikningi MMA Frétta.

spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið