spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÞrír Íslendingar berjast á Fightstar um helgina

Þrír Íslendingar berjast á Fightstar um helgina

Þrír bardagakappar frá Íslandi berjast á Fightstar bardagakvöldinu á Englandi um helgina. Diego Björn Valencia verður þar í aðalbardaga kvöldsins.

Diego Björn Valencia, Dagmar Hrund Sigurleifsdóttir og Haraldur Arnarson eru öll með bardaga á laugardaginn. Diego Björn úr Mjölni keppir í léttþungavigt og er í aðalbardaga kvöldsins gegn Luke Trainer.

Luke Trainer er 1-0 sem atvinnumaður en hann er fyrrum þungavigtar- og léttþungavigtarmeistari áhugamanna hjá Fightstar bardagasamtökunum. Diego er 3-2 sem atvinnumaður en hann barðist síðast í apríl 2018.

Dagmar Hrund (2-1) mætir Manuela Marconetto (0-1) í 125 punda fluguvigt í áhugamannabardaga. Dagmar barðist síðast í desember en hún hefur unnið tvo bardaga í röð.

Haraldur Arnarson (1-0) mætir síðan Simeon Powell (2-1) í millivigt einnig í áhugamannabardaga. Það er stutt síðan Haraldur barðist en hann vann sinn fyrsta MMA bardaga þann 20. apríl eftir 32 sekúndur. Þau Dagmar og Haraldur berjast undir merkjum Reykjavík MMA.

Bjarki Þór Pálsson reyndi að fá bardaga sama kvöld án árangurs og þá missti Bjarki Eyþórsson (1-0) fjóra andstæðinga og fær því ekki bardaga eins og vonast var eftir.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular