Tuesday, March 19, 2024
HomeErlentNeil Magny fellur á lyfjaprófi

Neil Magny fellur á lyfjaprófi

UFC bardagamaðurinn Neil Magny átti að keppa á laugardaginn gegn Vicente Luque. Magny féll hins vegar á lyfjaprófi og fær ekki að keppa.

Þeir Neil Magny og Vicente Luque áttu að mætast á UFC bardagakvöldinu í New York um helgina. Fyrr í vikunni greindi UFC hins vegar frá því að bardagi Neil Magny og Vicente Luque væri ekki lengur á dagskrá.

Í fyrstu var ekki vitað hvers vegna bardaginn væri af borðinu en talið var að Magny væri meiddur. Neil Magny greindi svo sjálfur frá því í gær að hann hefði fallið á lyfjaprófi.

Lyfjaprófið var tekið utan keppnis af USADA en málið verður rannsakað nánar áður en Magny fær einhvers konar bann. Magny ætlar að vinna náið með USADA til að komast til botns í þessu en hann heldur fram sakleysi sínu.

Efnið sem fannst kallast Di-Hydroxy-LGD-4033 (selective androgen receptor modulator, SARM) og hefur svipaða eiginleika og anabólískir sterar en með minni aukaverkanir en hefðbundnir sterar. SARM hefur margsinnis verið tengt menguðum fæðubótarefnum.

Magny sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann sagðist vera handviss um að hann hefði ekki gert neitt rangt og að USADA muni hreinsa hann af sök.

Magny átti að mæta Gunnari Nelson á UFC bardagakvöldinu í Liverpool fyrir ári síðan en Gunnar þurfti að draga sig úr bardaganum vegna meiðsla.

View this post on Instagram

As many of you know, I had to withdraw from my sceduled bout against Vicente Luque on Saturday, May 18th. I want to apologize to him, as I know how difficult it is to lose an opponent days out from a fight. Throughout my MMA career I have been very transparent. I am not afraid to admit when I am in the wrong. On Saturday, May 11, 2019, I recieved an email from USADA stating that I have been flagged due to an "out of competition drug test". The flag was due to a metabolite of the substance "Di-Hydroxy-LGD-4033". I have fully cooperated with USADA thus far to determine how this substance was found in the sample I provided them on May 5, 2019. I have always been an advocate for the strict drug testing in the UFC, even to the extent of opting for my collected samples to be used for research purposes by USADA. I know without a doubt that I have done everything according to the standards set by USADA. I have faith in USADA that this situation will resolved in a timely manner and that I will be cleared of any wrong doing. To all of my fans and supporters, thank you. I assure you that I have not let you down.

A post shared by Neil Magny (@neil_magny170) on

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular