spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentTim Means: Ætli reglurnar hafi ekki breyst

Tim Means: Ætli reglurnar hafi ekki breyst

Tim Means er einn af þeim bardagamönnum sem fékk bann eftir að USADA byrjaði að sjá um lyfjamálin hjá UFC. Tim Means segir að reglurnar hafi breyst miðað við þá meðferð sem Jon Jones er að fá.

Örlítið magn af anabólíska steranum turinabol fannst í lyfjaprófi Jon Jones fyrr í desember. USADA telur að efnið komi ekki frá nýjum skammti heldur séu einungis leyfar fyrir efnið sem fannst í lyfjaprófinu í júlí 2017 sem Jones hefur þegar fengið bann fyrir.

Margir bardagamenn eru afar ósáttir við þá niðurstöðu USADA að Jones hafi ekki gert neitt rangt og fái að berjast á laugardaginn. Tim Means er einn af þeim bardagamönnum sem hefur látið í sér heyra en hann fékk 6 mánaða bann árið 2016 eftir að anabólíski sterinn ostarine fannst í lyfjaprófi hans. Means fékk stutt bann þar sem hann gat sýnt fram á að efnið hefði komið úr fæðubótarefni.

„USADA fann Ostrine í fæðubótarefni sem ég var að taka. USADA gerði prófanir á kreatíninu sem ég var að taka og fann efnið. Fyrir gerðardómstólnum tilkynntu þeir mér að magnið sem fannst hafi ekki verið frammistöðubætandi en var engu að síður bannað efni,“ sagði Means á Twitter.

„Þeir sögðu mér einnig að ég væri ábyrgur fyrir því hvað ég set í skrokkinn minn þó það hafi ekki komið fram í innihaldslýsingunni [á kreatíninu]. Ég sætti mig við sex mánaða bann þar sem það tók langan tíma að rannsaka málið. Tapaði 200.000 dollurum. Ætli reglurnar hafi ekki breyst.“

Means telur að þar sem efnið hafi fundist í Jones eigi hann samt að fá bann þar sem íþróttamaðurinn beri alltaf ábyrgð á því hvað sé sett í skrokkinn. Þegar Means féll á lyfjaprófinu var hann með stóran bardaga framundan gegn Donald Cerrone en fékk ekki að berjast.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular