spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentTony Ferguson er meiddur - ekki apríl gabb!

Tony Ferguson er meiddur – ekki apríl gabb!

Þau hræðilegu tiðindi voru að berast að Tony Ferguson er meiddur! Dana White, forseti UFC, hefur sjálfur greint frá þessu og tekur fram að ekki sé um apríl gabb að ræða. Fjaðurvigtarmeistarinn Max Holloway kemur inn í hans stað.

Þetta eru einfaldlega lygileg tíðindi. Í fjórða sinn hefur bardagi Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson fallið niður. Í þetta sinn er það Tony Ferguson sem dregur sig úr bardaganum en Ferguson er meiddur á hné. Dana White staðfesti þetta fyrir skömmu.

Það er erfitt að trúa þessu þann 1. apríl en fjölmargir hafa greint frá þessu.

Dana White sagði ennfremur að Ferguson verði sviptur bráðabirgðartitlinum og Conor McGregor sennilega sviptur sínum titli líka eftir bardaga Khabib og Holloway. UFC ætlar þó að bíða með allar slíkar ákvarðanir þar til báðir bardagamenn eru komnir í búrið á laugardaginn.

Við erum þó enn með hörku bardaga á dagskrá en fjaðurvigtarmeistarinn Max Holloway kemur í stað Tony Ferguson og verður barist upp á léttvigtartitil UFC.

UFC 223 fer fram næsta laugardag og verður bardagi Khabib og Holloway aðalbardagi kvöldsins.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular