Eins og kunnugt er var nýlega hætt við bardaga Tony Ferguson og Michael Chiesa vegna bakmeiðsla þess síðarnefnda. Bardagans var beðið með mikilli eftirvæntingu en ekki var vitað hvort Ferguson myndi haldast á bardagakvöldinu.
Nú er það orðið ljóst að Tony Ferugson mætir alveg óþekktum andstæðingi og UFC nýliða. Sá heppni heitir Landon Vannata en hver er maðurinn? Vannata er bandarískur og æfir í hinum virtu æfingabúðum Greg Jackson og Mike Winkeljohn í Albuquerque. Vannata er ósigraður í átta atvinnubardadögum og hefur klárað alla nema einn andstæðing. Hér fær tekur hann risavaxið stökk upp á við og skorar á þann þriðja besta í léttvigt samkvæmt styrkleikalista UFC.
Bardaginn fer fram þann 13. júlí á UFC Fight Night 91. Aðalbardagi kvöldins mun verða John Lineker gegn Michael McDonald.