spot_img
Wednesday, October 16, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentTorrez Finney fær UFC samning eftir þriðja DWCS sigurinn

Torrez Finney fær UFC samning eftir þriðja DWCS sigurinn

Hinn ósigraði Torrez Finney hefur verið mikið í umræðunni meðal þeirra sem kafa sem dýpst ofan í MMA senuna eftir að rothögg hans í maí fór eins og eldur í sinu á netinu og varð til þess að hann fékk sitt annað tækifæri í Dana White Contender Series.

Torrez Finney er með metið 10-0 sem atvinnumaður í MMA og endaði áhugamannaferill sinn einnig ósigraður með metið 5-0. Hann hefur vakið athygli fyrir svakaleg rothögg og einkennilegt vaxtarlag. Hann er lágvaxinn fyrir millivigtarbardagamann að vera en einstaklega vöðvastæltur, með rosalegan faðm og varla neinn háls.

Finney fékk fyrsta tækifærið á að vinna sér inn UFC samning í október í fyrra þegar hann sigraði Yuri Panferov með rear naked choke í 2. lotu og bætti metið sitt í 7-0. Dana White fannst hann þó ennþá með of litla reynslu fyrir stærsta sviðið og sagði honum að sækja sér meiri reynslu og koma aftur.

Rothöggið sem gerði allt vitlaust á internetinu kom í bardaganum sem hann tók í maí og fékk hann svo annað tækifæri í nýju seríunni af DWCS sem hófst í ágúst. Í hans þætti var hann eini sigurvegarinn sem ekki fékk samning. Dana White gaf það sem ástæðu að þegar hann hafði sagt honum að sækja sér meiri reynslu var hann ekki bara að tala um einn bardaga og sagði honum að setja saman nokkra sigra áður en hann kæmi aftur.

Finney fékk þó sjaldgæft þriðja tækifæri núna sl. þriðjudag þegar hann steig inn með stuttum fyrirvara til að mæta Abdellah Er-Ramy sem hann kláraði í 1. lotu og fékk loksins langþráða UFC samninginn sinn.

Það verður áhugavert að sjá innkomu Torrez Finney í millivigtina sem hefur á stuttum tíma farið frá því að vera með stöðugan meistara í Israel Adesanya yfir í miklar breytingar á toppi deildarinnar. Sean Strickland hélt beltinu í stutta stund eftir að sigra Adesanya sannfærandi en missti það yfir til núverandi meistara Dricus Du Plessis sem varði beltið nýlega gegn fyrrverandi meistara Adesanya. Margir spennandi áskorendur eru á uppleið í millivigtinni, má þar helst nefna Caio Borralho, Bo Nickal, Joe Pyfer, Michel Pereira og auðvitað Nassourdine Imavov sem átti góðan sigur síðustu helgi gegn Brendan Allen og kallaði eftir titilskoti. Framundan er mjög spennandi toppbaráttuslagur milli Khamzat Chimaev og Robert Whittaker og gæti sigurvegari þeirrar viðureignar átt tilkall til titiltækifæris. Það verður spennandi að sjá hvort Torrez Finney geti blandað sér í umræðuna á komandi árum.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular