spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentTracy Cortez dregur sig úr bardaga gegn Miranda Maverick

Tracy Cortez dregur sig úr bardaga gegn Miranda Maverick

Aftur hefur bardaga Tracy Cortez gegn Miranda Maverick verið slegið á frest í þetta skiptið vegna meiðsla. Cortez og Maverick áttu að berjast í júlí á þessu ári en Cortez var fenginn til að stíga inn þegar Maycee Barber gat ekki barist gegn Rose Namajunas 13. júlí. UFC hefur ekki gefið út opinberlega yfirlýsingu um að Tracy Cortez sé dottin úr leik og má vænta þess á næstu klukkustundum eða dögum. Það er því ekki ljóst hvort og þá hver stígur inn fyrir Cortez gegn Maverick en það er ein kona á svipuðum stað í uppröðun UFC og Tracy Cortez. Casey O´Neill er í fimmtánda sæti í fluguvigtardeild kvenna en Tracy Cortez er númer eitt. Casey O´Neill sigraði sinn síðasta bardaga þann 16. ágúst þar sem hún sigraði Luana Santos með einróma dómaraákvörðun.

Auðvitað eru talsvert fleiri sem koma til greina en ef hugmyndin er að Miranda Maverick fái andstæðing í topp 15 í vigtinni sem prófstein gæti Casey O´Neill verið upplagður mótherji.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular