Reykjavík MMA hefur tekið það upp á sína arma að halda svokallað Training Day eða Interclub eins og það kallast út í heimi. Dagurinn er æfingardagur þar sem öllum klúbbum landsins er boðið að taka þátt í sameiginlegum sparrdegi sem líkir eftir móti. Með þessu fyrirkomulagi fá þátttakendur reynslu á að berjast fyrir framan áhorfendur og dómara í öruggu umhverfi.
Þetta var í sjötta skipti sem Training day er haldið og var það hrikalega vel sótt! Þátttakendur fá tækifæri til þess að spreyta sig í MMA, Kickboxi, Nogi og í þetta skipti var einnig boðið upp á Box. Tæplega 80 keppendur voru skráðir til leiks og er það jafnframt þátttökumet á Training Day hjá Reykjavík MMA. Með mikilli aðsókn verður til vilji og löngun til að stækka og gera betur, en til stendur að hafa næsta Training Day ennþá stærra.
Ljósmyndir eftir Instagram: arnaltor