Monday, July 1, 2024
spot_img
HomeErlentTsarukyan dæmdur í 9 mánaða bann

Tsarukyan dæmdur í 9 mánaða bann

Arman Tsarukyan hefur verið dæmdur af NASC (íþróttanefnd Nevada Fylkis) í 9 mánaða bann og látinn greiða 25.000 dollara sekkt fyrir átök sín við áhorfenda á UFC 300. Bannið gæti verið stytt í 6 mánuði ef Arman tekur þátt í myndbandi sem er partur af átaki gegn einelti.

Þegar Arman Tsarukyan gekk út á UFC 300 í apríl sl. tókst honum að lenda í slagsmálum áður en hann komst inn í búr. Áhorfendi úr salnum sem stóð við gangveg bardagamannana ögraði honum sem varð til þess að Arman kýldi hann. Dana White tjáði sig snemma um málið og stóð með Arman, sagði að eðlilegt væri að maður í hans stöðu bregðist við á þennan hátt. Arman lét atvikið þó ekki trufla sig heldur fór út og sigraði fyrrverandi léttvigtarmeistarann Charles Oliveira til að vinna sér inn næsta skot á núverandi meistara, Islam Makhachev.

Ef Tsarukyan tekur þátt í myndbandinu og fær bannið stytt niður í 6 mánuði gæti hann mætt Islam fyrir léttvigtarbeltið í Abu Dhabi á UFC 308 í lok október. Svo er ætlunin ef marka má umboðsmann hans, Daniel Rubenstein, sem hefur tjáð sig um málið.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Most Popular