spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentTUF Finale 25 úrslit

TUF Finale 25 úrslit

Úrslitakvöld 25. seríu The Ultimate Fighter fór fram í gærkvöldi. Hér má sjá úrslit kvöldsins.

Justin Gaethje stimplaði sig svo sannarlega vel inn í UFC með sínum fyrsta sigri. Bardaginn var sennilega einn besti bardagi ársins en þeir Gaethje og Johnson skiptust á að láta höggin dynja á hvor öðrum. Samanlagt hittu þeir 195 sinnum í hvorn annan á tæpum tveimur lotum og var hraðinn í bardaganum ótrúlegur.

Jesse Taylor er sigurvegari 25. seríu TUF en hann kláraði Dhiego Lima með uppgjafartaki í 2. lotu.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Léttvigt: Justin Gaethje sigraði Michael Johnson með tæknilegu rothöggi eftir 4:48 í 2. lotu.
Veltivigt: Jesse Taylor sigraði Dhiego Lima með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 43 sekúndur í 2. lotu.
Léttvigt: Drakkar Klose sigraði Marc Diakiese eftir klofna dómaraákvörðun.
Léttþungavigt: Jared Cannonier sigraði Nick Roehrick með tæknilegu rothöggi eftir 2:08 í 3. lotu.
Millivigt: Brad Tavares sigraði Elias Theodorou eftir dómaraákvörðun.
Léttþungavigt: Jordan Johnson sigraði Marcel Fortuna eftir dómaraákvörðun.

Fox Sports 1 upphitunarbardagar:

Strávigt kvenna: Angela Hill sigraði Ashley Yoder eftir dómaraákvörðun.
Veltivigt: James Krause sigraði Tom Gallicchio eftir dómaraákvörðun.
Léttþungavigt: C.B. Dollaway sigraði Ed Herman eftir dómaraákvörðun.
Strávigt kvenna: Tecia Torres sigraði Juliana Lima með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 53 sekúndur í 2. lotu.

UFC Fight Pass upphitunarbardagar:

Fjaðurvigt: Gray Maynard sigraði Teruto Ishihara eftir dómaraákvörðun.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular