Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the td-cloud-library domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Please see Debugging in WordPress for more information. (This message was added in version 6.7.0.) in /var/www/virtual/mmafrettir.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6121
UFC 219 úrslit |
spot_img
Tuesday, April 22, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC 219 úrslit

UFC 219 úrslit

UFC 219 fór fram í nótt í Las Vegas. Þetta var síðasta bardagakvöld ársins en öll úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan.

Í aðalbardaga kvöldsins mættust þær Cris Cyborg og Holly Holm. Bardaginn var nokkuð jafn og skemmtilegur en Cyborg var einfaldlega betri bardagakonan í kvöld. Cyborg endaði á að sigra eftir dómaraákvörðun í hörku bardaga. Þetta var í fyrsta sinn sem Cyborg fer allar fimm loturnar.

Khabib Nurmagomedov olli engum vonbrigðum er hann mætti Edson Barboza í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Khabib hreinlega valtaði yfir hann og minnti enn og aftur á hversu góður hann er. Khabib er núna 25-0 á MMA ferlinum og getur vonandi haldist heill á næsta ári. Hér að neðan má sjá öll önnur úrslit kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Titilbardagi í fjaðurvigt kvenna: Cris Cyborg sigraði Holly Holm eftir dómaraákvörðun (49-46, 48-47, 48-47).
Léttvigt: Khabib Nurmagomedov sigraði Edson Barboza eftir dómaraákvörðun (30-25, 30-25, 30-24).
Léttvigt: Dan Hooker sigraði Marc Diakiese með uppgjafartaki (guillotine choke) eftir 42 sekúndur í 3. lotu.
Strávigt kvenna: Carla Esparza sigraði Cynthia Calvillo eftir dómaraákvörðun.
Veltivigt: Neil Magny sigraði Carlos Condit eftir dómaraákvörðun.

Fox Sports 1 upphitunarbardagar:

Léttþungavigt: Michał Oleksiejczuk sigraði Khalil Rountree Jr. eftir dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt: Myles Jury sigraði Rick Glenn eftir dómaraákvörðun.
Millivigt: Marvin Vettori og Omari Akhmedov haðu jafntefli (28-28, 29-28, 28-28).
Fluguvigt: Matheus Nicolau sigraði Louis Smolka eftir dómaraákvörðun.

UFC Fight Pass upphitunarbardagar:

Bantamvigt: Tim Elliott sigraði Mark De La Rosa með uppgjafartaki (anaconda choke) eftir 1:41 í 2. lotu.

spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið